Goðasteinn - 01.09.1996, Page 57
Goðasteinn 1996
reksturinn hjá okkur og fylgdu því
vestur yfir Fljót. Nú var haldið sem
leið lá í átt að Hemlu í Vestur-Land-
eyjum, en þangað var ferðinni heitið
fyrsta dag. Fylgt var gamalli ferða-
mannaleið skammt fyrir norðan Dalsel
og Steinmóðarbæ, en á þeirri leið voru
árnar Fauski og Alar, sem voru kvíslar
úr Markarfljóti svo sem áður sagði. Öll
voru vötn þessi óbrúuð á þessum tíma
og þurfti að sundleggja féð yfir þau.
(Þverá, Affall og Alar voru brúuð f932
en Markarfljót sjálft 1933). Erfitt gat
oft verið að reka fé í þessi straumvötn.
Voru því ævinlega hafðar með í rekstr-
inum léttrækar forystukindur, sem tóku
vel í vötnin.
Mjög var áliðið dags þegar komið
var að Hemlu. Beðist var gistingar þar
og hagabeitar fyrir féð. Fjárhópurinn
var rekinn á allgóðan haga norður við
Þverá norðan við Hemlubæinn og
vakað þar yfir því þar til er tekist hafði
að „bæla það niður“, sem kallað var, en
þá var átt við að féð hefði satt sárasta
hungrið og lagst til að jórtra og sofa.
Mannskapurinn fékk góða gistingu í
Hemlu, hjá þeim heiðurshjónum
Ingibjörgu og Agústi Andréssyni.
Annar dagurinn
Ekki var laust við að nokkurs kvíða
fyrir næsta degi gætti hjá okkur rekstr-
armönnum, því þá beið okkar erfiðasti
hjallinn í þessari ferð: vatnsfallið
Þverá, sem var jafnan erfið yfirferðar,
ekki síst á þessum stað, sem nefnt var
„Síkisvað“, en fróðir menn telja að sé
hið fræga Holtsvað sem um getur í
Njálu, en þótti oft á þessum tíma
viðsjált vegna sandbleytu.
Er birta tók síðari hluta nætur fórum
við á stjá, héldum utanað fénu og
fórum að búa okkur undir glímuna við
Þverá. Ennþá voru okkur til hjálpar
þeir sem höfðu fylgt okkur að heiman
daginn áður og enn höfðum við hesta.
Vel gekk að þjappa fénu saman og
koma því að ánni en erfiðara var að fá
það til að taka í ána. Áin var fremur
lygn, straumlítil á vaðinu, en breið að
sjá og því ekki árennileg fyrir kind-
urnar. Faðir minn, sem enn var þarna
með okkur, brá á það ráð að taka eina
kind, þriggja vetra sauð sem fremstur
var í hópnum, óð með hann út í miðja
kvíslina og þá kom allur hópurinn á
eftir og hélt síðan sundinu óhikað
áfram til lands á norðurbakka Þverár
og dreifði sér til beitar þarna á mýrar-
gróöurinn á Dufþaksholtsmýrinni.
Nú var komið að kaflaskilum ferð-
arinnar. Hér skildi heimafólkið, sem
verið hafði til trausts og halds, við
okkur og hélt til baka heim með alla
hesta og nú tók við hin langa ganga
okkar þriggja, Einars, Magnúsar og
Sigurðar. Við öxluðum malpoka okkar,
höfðum allir gott gönguprik í hendi og
héldum ótrauðir af stað. Féð var létt-
rækt vestur þurran og greiðfæran
Hvolsvöllinn eftir baðið í Þverá, enda
var nú glöggur og góður bílvegur sem
leiddi reksturinn rétta leið. Ekki var þó
neinn bagi að bílaumferð, ég held lítið
annað en áætlunarbíllinn í Fljótshlíðina
enn sem komið var. Gert var ráð fyrir
-55-