Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 58
Goðasteinn 1996
að komast að Brekkum í Holtum þenn-
an dag og biðjast þar gistingar.
Svo sem áður er fram komið bárum
við með okkur hver sinn nestispoka,
sem innihélt soðið nýtt kindakjöt, flat-
brauð og smjör og lítið annað. Þetta
voru þau matföng sem spilltust lítið við
nokkurra daga geymslu, voru létt og
lítil fyrirferðar og héldust allvel lystug.
Ekki var um það að ræða að bera með
sér drykkjarföng, vatn var hvarvetna að
fá hjá móður jörð þar sem leið okkar lá,
en mjólk geymist ekki svo dægrum
skiptir án kælingar, sem kunnugt er, og
á þessum tíma var um fátt annað að
ræða. Við ætluðum að kaupa okkur
kaffi einu sinni hvern dag, þar sem vel
hentaði til áningar fyrir féð og nú var
hugsað til þess að æja hjá Varmadal á
Rangárvöllum.
Eftir kaffið í Varmadal var búist til
ferðar á ný, haldið vestur yfir Hróars-
læk, Gaddstaðasíki, sem var óbrúað og
um Rangárbrú vestur í Holtin.
Holtahreppur ber af flestum öðrum
sveitum fyrir það hversu allt er þar
umvafið grasi og gróðri sem kunnugt
er. Enda sagði einn vel kunnur forystu-
maður bænda eitt sinn er hann ferðaðist
um Holtin: „Hér hrópar hver þúfa: Pen-
ingar, peningar.“ Grösin í Holtunum
voru gómsæt og freistandi. Við gáfum
fénu svolitla stund til að grípa vel í
jörð. Leiðin í náttstað styttist nú brátt,
við komum vel í björtu að Brekkum.
Sigurður bóndi á Brekkum tók okkur
Ijúfmannlega, vísaði okkur á góðan
nátthaga afgirtan fyrir féð sunnan og
neðan við bæinn og kvað okkur vel-
komið að sofa í baðstofu með heima-
fólki, þótt þröngt væri, en við yrðum að
láta okkur lynda að liggja saman tveir í
rúmi og sá þriðji í flatsæng á bað-
stofugólfi. Það varð hlutskipti Magn-
úsar að liggja á gólfinu enda okkar
stærstur, hann varð snemma hávaxinn
og þroskaður.
Þriðji dagurinn
Þriðji dagur ferðarinnar reis fagur
og blíður, hæg sunnangola og þurrt
veður, fremur léttskýjað. Féð var orðið
rekstrarvant og þægt og þurfti ekkert
fyrir því að hafa annað en fylgja því
eftir. Gangan út Holtin gekk vel, en
þegar við vorum staddir í lautinni vest-
an við Meiri-Tungu urðum við þess
varir að á eftir okkur kom annar fjár-
rekstur, sem virtist fara mun hraðar yfir
en við og dró okkur hratt uppi. Þetta
reyndist vera sauðarekstur, kominn alla
leið austan úr Fljótshverfi í Vestur-
Skaftafellssýslu. Við vékum úr vegi
fyrir þeir Skaftfellingum með okkar fé
og hleyptum þeim fram fyrir. Fyrir
fjárhópi þeirra austanmanna fóru tveir
arnhöfðóttir forystusauðir, stórir,
lagðsíðir og frjálslegir og eru mér afar
minnisstæðir fyrir voldugt fas þeirra og
reisn.
Ferð okkar greiddist vel og var nú
hugsað til þess að fara heim að Ashól
og fá þar kaffi ef falt væri.
Þegar að Steinslæk kom, sem rennur
þarna neðst í lægðinni hjá Áshól,
stöðvuðum við reksturinn. Við Magnús
tókum að okkur að gæta hópsins en
Einar fór heim að Áshól í kaffileit. Að
56-