Goðasteinn - 01.09.1996, Qupperneq 60
Goðasteinn 1996
Eftir langan og allstrangan dag
komum viö loks að Gljúfurholti, sem er
skammt utan við Kotströnd. í Gljúfur-
holti voru tvö há og reisuleg íbúðarhús
örskammt frá þjóðveginum, bæði alveg
eins að ytra útliti og stóðu hlið við hlið.
Ekki voru nein útihús eða fénaðarhús
þarna nálægt og þótti okkur þetta harla
sérkennilegt á sveitabæ. Einar kvaddi
dyra á öðru húsinu og falaðist eftir
veitingum fyrir okkur þrjá þreytta og
þyrsta ferðalanga og var það auðsótt.
Seinna fréttum við að systur tvær
byggju í þessum húsum, sín í hvoru.
Löngu síðar brann annað þessara húsa
til grunna, en hitt stendur enn í dag
með sama útliti og ummerkjum og fyrir
65 árum. Þarna hafa síðan risið ýmsar
aðrar byggingar, svo að umhverfið er
allmikið breytt frá því sem var.
Við héldum áfram með reksturinn út
í Hveragerði, sem þá var lítið annað en
örnefnið eitt; rjúkandi hverasvæði, en
mjög lítið um byggingar eða önnur
mannvirki. Þarna voru þá skilaréttir
Ölfushrepps, hlaðnar úr hraungrjóti, og
gerði eða nátthagi í kringum þær, einn-
ig hlaðinn úr hraungrýti. Réttirnar
stóðu nálægt því sem Hótel Örk er nú,
en þjóðvegurinn var þá miklu nær fjall-
inu, líklega nærri því sem gatan Heið-
mörk er nú. Við höfðum fengið leyfi til
að geyma féð í réttunum og nátthag-
anum yfir nóttina og gengum tryggi-
lega frá hliðum og öðru er aðgátar
þurfti við.
Okkur félögum var fengin nætur-
gisting í litlum sumarbústað, sem stóð
þarna hjá einum hvernum og var vistin
þar allgóð, þótt aðbúnaður væri í
knappara lagi. Er mér minnisstætt að
legurúm mitt var „hákoja“ með ein-
hvers konar undirdýnu eina rúmfata.
Fimmti dagurinn
Ferðin yfir Hellisheiði fimmta rek-
strardaginn var viðburðalítil en áfalla-
laus. Þoka angraði okkur þó fyrri hluta
dagsins, en úr því rættist er á daginn
leið og varð ekki til teljandi erfiðleika,
enda veður milt og stillt. Lömbin voru
svolítið latræk upp Kambana en úr því
rættist þegar upp á heiðina kom. Við
fylgdum gömlu, vörðuðu ferðamanna-
leiðinni vestur yfir heiðina en hún ligg-
ur nokkru norðar en bílvegurinn, eink-
um þó vestan til, beint vestur í Hellis-
skarð en ekki um Hveradali eins og
þjóðvegurinn nú. Þegar kemur vestur á
heiðarbrúnina í skarðinu opnast víð
útsýn vestur til Faxaflóa. Nær er
Svínahraunið, sem breiðir úr sér um
stórt svæði, en fjær sér til Reykjavíkur
með Esju og Ulfarsfell á hægri hönd.
Undir Hellisskarðinu blasti við reisuleg
og stílfögur stórbygging, gistiheimilið
KOLVIÐARHÓLL, sem um langan
aldur hafði veitt örþreyttum ferða-
mönnum aðhlynningu og hvíld eftir
erfiða glímu við óblíð veður á Hellis-
heiði.
A Kolviðarhóli bjuggu um þessar
mundir hjónin Valgerður Þórðardóttir
og Sigurður Daníelsson, mikið mann-
kostafólk og annálað fyrir gestrisni og
þjónustu þarna við heiðarsporðinn.
Rekstrarféð hljóp niður götusneið-
inginn þarna í skriðunni þegar það sá
-58-