Goðasteinn - 01.09.1996, Page 65
Goðasteinn 1996
og sagði faðir minn svo frá atburðum:
„Skammt ofan vatnamótanna þar sem
Alar og Fljót koma saman leist mér svo
á að ríða mætti yfir. Vatnsrennslið
sýndist vera hreint, ekki krapað, og
mér sýndist állinn vera vel reiður, varla
meira en rúmlega í kvið. Ég sá að ekki
var djúpt við skörina okkar megin, en
spurning var hvernig landtakan var við
austurbakkann. Ég sagði fólkinu að
bíða meðan ég kannaði þetta. Allt
reyndist vera svo sem sýndist og var
landtaka góð að austan, ekki meira en
hnédjúpt vatn við austurskörina. Frost
var mikið og sýlaði hestana mjög, reið
nú á miklu að fólkið vöknaði ekki í
fætur. Okkur þótti ekki ráðlegt að fara
með allan hópinn í einu lagi yfir en
bruguðum á það ráð að teyma undir
hverjum og einum, svo hesta þeirra
hrekti ekki út af þeirri leið er við vild-
um fara.
Þetta var mikil þolraun fyrir þá
hesta sem við riðum. Mitt lán var að
hafa tvo hesta og geta skipt, en Lárus
var á sex vetra fola einum, ég dáðist að
þreki hans og úthaldi.“
Þessi atburður varð föður mínum oft
síðar að frásagnarefni einkum aðdáun
hans á hinum unga reiðhesti Lárusar,
sem svo vel stóð af sér þessa ströngu
þolraun. Frásögnin gefur einkar glögga
mynd af því hversu snar þáttur hest-
urinn var í lífi sveitafólks á árum áður.
Frá vöggu til grafar naut einstakling-
urinn dyggrar og trúrrar þjónustu hests-
ins.
Lokaorð
Mér verður nú í rökkurmóðu
ellinnar títt hugsað til þess tíma, er hið
daglega amstur æskuáranna tengdist
næstum undantekningarlaust félags-
skap við hestana og glímur við
Markarfljót. Fljótið rann bæði austan
og vestan við bæinn okkar, Tjarnir,
aðalfljótið að austan en kvísl úr því
(Alar) að vestan. Ekki varð komist til
næstu bæja nema að ríða yfir Fljótið.
En þetta nábýli við Fljótið var síður en
svo tilefni angurs eða kvíða, ekki frem-
ur en bæjarhóllinn sem var hinn dag-
legi leikvöllur. Að þekkja kenjar þess,
finna vöð og reikna út dýpi og botnlag
var íþrótt sem lærðist sjálfkrafa og
fyrirhafnarlaust og festist í hugskotinu
án sérstakrar eftirtektar.
-63-