Goðasteinn - 01.09.1996, Page 73
Goðasteinn 1996
að sýna ást sína, en á þeim tíma
sem liðinn var hafði hún breyst úr
því að vera saklaust barn yfir í
unga fallega konu.
Síða hárið bylgjaðist þykkt og
mikið niður bakið og augun voru
bæði saklaus og dularfull.
Allan tímann sem hún hafði
verið á bænum hafði hin gamla
konan, Agla, aldrei yrt á hana einu
góðlátlegu orði, í raun sagði hún
aldrei neitt gott, hvorki við Karítas
né við annað heimilisfólk.
Sirrý sagði Karítas einu sinni
frá því að Agla hefði misst bæði
börnin sín og manninn í mýrina,
ásamt hesti og kerru.
Síðan þá hafði hún ekki litið
glaðan dag, sem var náttúrlega
skiljanlegt, og var orðin að biturri
gamalli konu.
Hún var í raun engin ambátt,
heldur vinnukona en hún var hel-
dur ekki frjáls, því hún hafði engan
stað til að fara á, og var í rauninni upp
á miskunn Magnúsar komin.
Magnús, já það var furðulegur mað-
ur, aðra stundina var hann glaður og
ánægður, en hina fúll og reiður. Þegar
hann komst í vont skap var betra að
verða ekki á vegi hans.
Það var því miður oftar sem hann
var í vondu skapi en góðu, og lét hann
það þá bitna á fólkinu í kring. Einkum
varð Karítas oft fyrir því, ef hún var
eitthvað sönglandi, þá fór það í skapið
á honum, og fékk hún þá oft að kenna á
þungri hendi hans.
Þá var oft best að forða sér eitthvað
í burtu.
Eftir einn óvenjulangan og harðan
vetur, varð konan hans hún Anna veik.
Hún lagðist í rúmið og stóð aldrei upp
aftur. Eftir langa legu miskunnaði
dauðinn sig loks yfir hana og Agla fór
á eftir henni skömmu síðar. Nú voru
þau aðeins orðin fimm eftir og drung-
inn lagðist sem aldrei fyrr yfir Minni-
borg.
Magnús var nú aldrei léttur á lund.
Ef hann hafði einhvern tíma verið
þungur á brún var það ekkert miðað við
-71-