Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 74
Goðasteinn 1996
hvernig hann var nú orðinn. Einhvern
tíma meðan á öllu þessu stóð, hafði
viðmót hans í garð Karítasar breyst.
Hún vissi ekki hvort hún ætti að líta á
það til hins betra, því í stað þess að slá
hana þegar færi gafst, var hann byr-
jaður að koma við hana á óþægilegum
stöðum og reyna að koma því þannig
fyrir að þau væru einhvers staðar tvö
ein.
Vakandi augu hans voru byrjuð að
fylgja henni hvert sem hún fór, og hvað
sem hún gerði var hún undir hans
brennandi augnaráði.
Eitt sinn þegar hún var að baða sig,
fannst henni hún sjá hann út undan sér,
en þegar hún gáði að því með hamrandi
hjartaslátt, fann hún ekki neitt.
Hún þorði ekki að tala um þetta við
Sirrý, þó svo hún hafði alltaf getað
talað um allt við hana, og að lokum var
það gamla konan sem talaði við hana.
Það hafði ekkert farið framhjá henn-
ar haukfránu augum, og ótti hennar um
stelpuskottuna sína, hafði farið vax-
andi.
Því hún vissi að ef húsbóndinn
ætlaði sér eitthvað, þá fengi hún, gamla
konan, ekkert að gert.
Hún talaði við Karítas og varaði
hana við að vera nokkru sinni ein með
húsbóndanum, því það sem hann hefði
1 hyggju væri ekki gott.
Karítas var hrædd, og hún lofaði að
reyna sem mest að verða ekki ein á
vegi hans.
Einnig reyndi gamla konan að koma
því að við húsbónda sinn, hvað Karítas
var ennþá mikill krakki, og hvort hann
ætlaði ekki að finna sér nýja konu.
Orðum hennar var tekið með þrúgandi
þögn, og Sirrý var fljót að snúa sér
undan og sinna verkum sínum.
Eftir þetta létti þó aðeins á Karítasi.
Húsbóndinn varð aðeins fjarlægari og
fór að fara mikið út á kvöldin og koma
seint heim. En augun, þessi brennandi
augu, hættu ekki að fylgja henni eftir,
hana byrjaði að dreyma þessi ógnvæn-
legu augu og vaknaði hún oft upp grát-
andi. Þá var Sirrý fljót að koma og taka
utan um hana og vefja hana umhyggju
sinni, eins og hún hafði svo oft gert
fyrstu tíðina eftir að Karítas kom.
En svo gerðist hið óumflýjanlega.
Karítas mætti húsbónda sínum eftir að
hún var að koma frá að baða sig. Án
þess að segja eitt aukatekið orð, réðst
hann á hana og þvingaði hana niður.
Hún öskraði, en enginn heyrði.
Hún barðist um, en ekkert gekk.
Hún grét, en ekkert dugði.
Hún var varnalaus og ekkert hafði
áhrif á hann.
Hann tönglaðist bara á því sama
aftur og aftur:
„Þetta er þér að kenna, þetta er þér
að kenna, þú freistaðir mín, þetta er þér
að kenna !“
Eftir að hann var farinn, ómaði rödd
hans ennþá í eyrum hennar:
Þér að kenna, þér að kenna, ÞÉR
AÐ KENNA! !
Eftir að hafa legið í grasinu í langan
tíina, hafði hún sig loks í að standa á
fætur. Hún dragnaðist áfram þar til hún
var komin að staðnum þar sem hún
-72-