Goðasteinn - 01.09.1996, Side 75
Goðasteinn 1996
hafði áður þvegið sér, hún dró hægt af
sér rifnar flíkurnar og uppgötvaði að
það var blóð á pilsinu.
Hægt byrjaði hún að þvo, þvo, þvo,
þvo . . .
Síðan fór hún sjálf út í vatnið, það
var ískalt en hún fann ekki fyrir því,
það eina sem var skýrt í hennar sljóvg-
aða huga, var að hún var óhrein, og
hún varð að þvo sér.
Það var þar sem Sirrý fann hana að
lokum, sitjandi í ísköldu vatninu, með
bláar varir og tóm augu.
Hún var fljót að draga hana upp úr,
og byrja að þerra hana með grófu
klæði, hún varð agndofa er hún sá mar-
blettina og rispurnar á þessum unga og
annars fagra líkama.
Hún leiddi stúlkuna heim, Karítas
sýndi engin viðbrögð, ekki einu sinni
þegar litla stúlkan, hún Klara, klifraði
upp í til hennar og kúrði sig upp að
henni. Hún vissi að eitthvað var að, en
þetta saklausa barn gat varla ímyndað
sér hryllinginn sem hennar eigin faðir
hafði valdið.
Næsta morgun reis Karítas úr rekkju
eins og aðra morgna og hóf að sinna
störfum sínum, en eitthvað vantaði.
Það var ekki sama lipurðin í hreyf-
ingum hennar og lága sönglið hennar
heyrðist ekki meir.
Ég vildi ég gæti sagt að þetta hefði
aðeins gerst í þetta eina sinn, en því
miður varð raunin önnur.
Það gerðist æ ofan í æ, og kom oftar
fyrir, þangað til Karítas vissi að þetta
myndi gerast á hverjum degi.
En einn morguninn, varð Karítas að
flýta sér út, því ógleði hafði náð tökum
á henni. Morguninn eftir var sama
sagan, og líka morguninn eftir það. Þá
vissi Sirrý hvað gerst hafði.
Hún kallaði Karítas til sín og virti
hana fyrir sér. Gat þessi þreytta og upp-
gefna stúlka sem stóð fyrir framan
hana, verið Karítas, stelpuskottan
hennar, sem ávallt hafði ljómað af
gleði, hreysti og fegurð? Gat þessi
sama stúlka verið það sem Sirrý
grunaði?
Gat verið að hún bæri barn undir
belti ?
Hvernig myndi hún taka því ?
Hún lierti sig loks upp í að segja
henni þetta, og á meðan hún talaði
mátti sjá breytinguna á Karítasi, fyrst
lýsti vantrúin af svip hennar en smátt
og smátt færðist líf í augu hennar, hún
reisti sig upp og allt í einu sá Sirrý
gamla hvernig ljómi byrjaði að geisla
af henni. Hún átti von á barni! Lifandi
barni sem hægt var að annast og gefa
ótakmarkaða ást, hvers meira gat hún
óskað?
Karítas var á lífi á ný !
En húsbóndinn brást ekki eins við
og Karítas, er hann uppgötvaði hvað
hefði gerst. Hann leit út fyrir að geta
sprungið þá og þegar, en hann gerði
ekki neitt.
Eftir þetta lét hann hana í friði. Það
er óhætt að segja að hann hafi látið sem
hann sæi hana ekki, en Karítas syrgði
það ekki.
Tíminn leið og alltaf gildnaði
-73-