Goðasteinn - 01.09.1996, Page 77
Goðasteinn 1996
Er hún kom aftur,
lét húsbóndinn eins
og ekkert hefði gerst,
eins og hann hefði
aldrei myrt barnið
hennar, eins og hann
hefði aldrei tekið frá
henni það sem var
henni dýrmætast.
Hún horfði á
hann, dauðum aug-
um sínum og spurði:
„Af hverju, af
hverju, hún átti sér
nafn, hún átti sér líf,
hún var dóttir þín?“
En hann átti ekk-
ert svar, í hans brjál-
aða huga var þetta
skynsamlegt, rökrétt,
en frammi fyrir þess-
um dauðu augum átti
hann ekkert svar.
Hann sneri sér við og
gekk þungum skref-
um í burt.
Karítas sneri sér einnig við og mætti
grátbólgnum augum mannveranna
þriggja sem vildu ekki trúa því hvað
gerst hefði.
Hún gekk hægum skrefum fram hjá
þeim og beint inn í rúm, einhver hafði
fjarlægt vögguna, en það kallaði ekki
fram nein viðbrögð hjá Karítas, hún
lagðist niður og lokaði augunum.
Nótt eftir nótt hrökk hún upp við að
heyra barnsgrát, en jafnfljótt og hún
var komin fram úr, þá þagnaði allt og
þrúgandi þögnin lagðist yfir eins og
þykkt kæfandi teppi.
Eina nóttina þoldi hún ekki við
lengur, hún reikaði stefnulaust áfram í
átt að hljóðinu sem hafði ekki hætt, og
að lokum var hún komin að mýrinni.
Hún breiddi út faðminn og hvíslaði
seiðandi:
„Eg kem, ég kem ástin mín, ég kem
-75-