Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 78
Goðasteinn 1996
Þuríður Vala Ólafsdóttir
Þorvaldseyri:
ÞORRABLÓT
Glens og gaman
í fyrstu
Líkamleg þreyta síðar.
Drukkið fólk, eins og snarvitlausar
pöddur
sem troða sér hér og þar, með bakkus í
för
Tryllt, eins og stungið hafi verið í
afturendann
á því og það öskrar og gólar eins og
tryllt naut á bás.
Halló!
Er einhver hér með fullu viti?
Sveinn Sigurðsson Hvolsvelli:
ÉG SIT OG HUGSA
Ég sit og hugsa um það hvort ég
ég fái einhvern tíma að eignast þig
Þú, þú hljómar svo vel, betur en ég hélt
Þú, þú ert svo flott, flottari en ég hélt
Þú, þú ert dýrmæt, dýrmætari en ég
hélt
Ég hugsa, hugsa um það
hvort einhvern tíma, einhvern tíma
ég eignist þig
Ég, ég sakna þín
Ég, ég fæ svo sjaldan að sjá þig
Ég, ég fæ svo sjaldan að snerta þig
Snerta, þegar ég snerti þig, snerti ég
þig fast
Fast
Það fær þig ekki hver sem er, hver sem
er
en af hverju ekki ég?
Ertu kannski of góð fyrir mig?
Er sjálfsálitið, sjálfsálitið hjá þér of
mikið?
Ég hugsa um þig dag og nótt, nótt og
dag
Við myndum ná svo vel saman, saman
Ég veit ekki, kannski
en ég vona, vona að við náum saman
þannig að ég þurfi ekki bara að hugsa,
hugsa
um þig
Þegar ég sé þig á böllum
og einhver strákur er hjá þér
og slær þig, hann slær þig
og lemur þig fast
allir horfa bara, horfa
og skemmta sér.
Eyja Björk Hjaltested Mið-Grund:
AF HVERJU ÉG?
Hver er ég?
Hvar er ég?
Hver fæddi mig
í þennan heim?
Hvar eru foreldrar mínir
sem eiga að sjá um mig?
Hví var ég skilinn hér ein eftir?
Er það út af nefinu?
En hvað getur lítill strákur
gert að því að vera með nef
niður á tær?
-76-