Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 81
Goðasteinn 1996
frá þeim. Þangað fara þeir á bílnum
hans Dodda sem keyrir. Strákarnir eru
allir átján ára og reykja allir. Þeir vinna
frá 7:20 til 15:30 alla virka daga og á
kvöldin eru körfuboltaæfingar. Doddi
er alltaf að tala um að hann langi svo
að hætta að reykja en hann hefur aldrei
látið verða af því. Hann er nefninlega
svolítið góður í körfubolta en hann
finnur hvernig hann er að missa allt þol
smátt og smátt.
Strákarnir tveir eru ekki eins góðir
og Doddi og þykir þetta ekki eins gam-
an, en er þeim þá alveg sama um þolið
og getuna í körfubolta? Já, alveg ná-
kvæmlega sama. Það eina sem þeir
hugsa um og það sem þeir lifa fyrir er
skemmtanalíf. Þeir áttuðu sig á því
fyrir nokkru að það krefst mikillar
vinnu að geta séð sér fyrir mat ofan í
sjálfa sig plús skemmtanir um hverja
helgi. Þá sóttu þeir um starfið í frysti-
húsinu.
I frystihúsinu vinna u.þ.b. hundrað
manns. Utgerðin er ekki ýkja stór, svo
að kaupið er mjög lágt fyrir þá sem
vinna bara dagvinnu. Strákarnir vinna
dagvinnu en einhvern veginn komast
þeir af og skemmta sér eins og þeir
geta hverja einustu helgi, jafnvel bæði
kvöldin. Fleiri í frystihúsinu gera þetta,
þ.á m. nokkrar stelpur sem strákarnir
þekkja. Þær heita Inga, Sóley, Bjarný
og Ellen. Þær eru allar myndarlegar
ungar stúlkur, en þó er Sóley áberandi
fallegust. Þær hafa þekkt strákana tvo
síðan í 9. bekk, en Dodda höfðu þær
aldrei séð fyrr en hann byrjaði að vinna
þarna.
Sóley og hinar stelpurnar reykja.
Doddi hefur alltaf verið svolítið veikur
fyrir Sóleyju og hún fyrir honum. Þau
lána hvort öðru alltaf sígarettu þegar
þau vantar og hanga alltaf saman. Ellen
er grönn og hávaxin, með ljóst sítt hár.
Hún og Doddi eru mjög góðir vinir, en
ekkert meira. Hins vegar eru hún og
Arnar kærustupar.
Dag einn, föstudag, í vinnunni þeg-
ar allir voru að fá helgarfíling sagðist
Doddi vera hættur að reykja. Öllum
fannst það voða fyndið og sögðu að
þetta væri bara enn ein tilraunin sem
entist ekki í einn dag. En Doddi var
staðráðinn í að hætta að reykja. Hann
hafði oft reynt að hætta og aldrei tekist,
en nú var hann ákveðnari en nokkru
sinni fyrr í að hætta. Hann reiknaði út
að hann reykti einn pakka á dag sem
gera tvö hundruð sextíu og sjö krónur á
dag. Hann ákvað að safna í sjóð sem
myndi vera þannig að hann legði 267
kr. á dag í sjóðinn í nokkrar vikur.
Sóley var sú eina sem tók Dodda
alvarlega og studdi hann í þessu. Doddi
hvatti hana til þess að hætta reykja líka,
en hún sagðist ekki vilja hætta. En
Doddi var samt sem áður staðráðinn í
að hætta að reykja.
Þennan föstudag, þegar krakkarnir
hættu að vinna, fóru þau saman í ríkið
fyrir helgina. Doddi og Sóley voru
alltaf að pússast saman, svo endaði það
með því að þau byrjuðu saman seinna
um kvöldið, þegar bæði voru orðin
nokkuð vel í því. Sóley fór með honum
heinr og hófust þar miklir ástarleikir.
Eftir þó nokkra stund þegar bæði voru
-79-