Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 82
Goðasteinn 1996
orðin vel sveitt og bæði komin, fór
Sóley framúr og fékk sér sígarettu. En
Doddi ekki. Hann hafði staðist freist-
ingu númer eitt.
Næsta dag héngu þau tvö bara
heima fyrir framan vídjótækið á meðan
allir voru í vinnu á laugardagskaupi.
Þau voru að horfa á Spieces, sátu voða-
lega þétt saman með poppið og kókið
og inn á milli kom stuttur en blautur
koss. Sóley reykti allan daginn og
þegar strákarnir komu úr vinnunni
reyktu þeir líka, en Doddi reykti ekk-
ert. Hann hafði staðist freistingu númer
tvö.
Seinna um kvöldið fóru þau á
skemmtistað þar senr allir voru reykj-
andi og drekkandi og dansandi, en ekki
Doddi. Hann hafði staðist freistingu
númer þrjú.
Svo kom sunnudagur. Doddi og
Sóley orðin alvarlega ástfangin og það
hafði hvarflað að Sóleyju að hætta að
reykja, en hana langaði bara ekki nógu
mikið til þess. Vikan leið, og Doddi
reykti ekkert í vinnunni, og ekki einu
sinni á kvöldin fyrir framan sjónvarpið.
Aftur var komin helgi. Sóley var farin
að sofa hjá Dodda hverja einustu nótt
en Doddi reykti aldrei. Helgin leið með
vanalegum fylliríum og keleríum en
ekkert reykti Doddi. Nú var svo komið
að Doddi var í mjög góðu líkamlegu
formi. Hann gat spilað körfubolta af
fullum krafti án þess að vera dauð-
uppgefinn næstu dagana. Hann hafði
staðist allar þær freistingar sem á
honum höfðu dunið.
Nú var föstudagur. Doddi kom með
allan peninginn sem safnast hafði í
sjóðinn, mörg þúsund krónur, og sýndi
öllum þá, en sagði ekki hvað hann
ætlaðist fyrir. I einni pásunni tók hann
glerskál, setti peningana í hana og
brenndi þá fyrir framan alla sem voru
reykjandi, í reykingarkompunni. Strák-
arnir urðu furðulostnir. Spurðu hvað í
ósköpunum hann væri að gera. Hann
sagði þeim að hann væri að brenna þá
peninga sem hann hefði safnað. Þeir
spurðu hvort hann væri genginn af
göflunum. Hann svaraði: ,,Þetta gerið
þið með reykingunum, og ég reyndar
líka áður en ég hætti.“
Krakkarnir voru svo furðu lostnir að
þeir drápu allir í sígarettunum og hættu
allir. Síðan hefur enginn þessara krakka
snert neitt af þessu tagi. Doddi hélt
áfram að læra, og lauk háskólaprófi
með stæl sem lærður sálfræðingur.
Hann giftist Sóleyju og þau áttu saman
tvö börn. Krakkahópurinn hélt áfram
að hittast og skemmta sér, en aldrei
nokkurn tíma með einhverju sem lykt-
aði, leit út eða hljómaði eins og tóbak.
-80-