Goðasteinn - 01.09.1996, Page 83
Goðasteinn 1996
Matthías Pétursson:
Aldamótahetjan
Klemenz Kristj ánsson
Norður við ysta haf liggja Horn-
bjarg og Látravíkurbjarg fram á lappir
sínar eins og risavaxnir varðhundar.
Þau horfa þungbúin og
svartbrýnd móti norðri,
eins og til þess að verja
byggðina, þessi örsmáu
hús, sem varla sjást innan
um bergrisana, fyrir
öllum óboðnum gestum.
Tröllauknu hamraþilin og
snarbrattar skriðurnar
voru landvættir þeirra,
sem þar ólu aldur sinn við
kröpp kjör og þrotlausa
baráttu við hungurvofuna
og kuldann. En björgin voru ekki
aðeins landvættir, þau gátu líka verið
ógn og skelfing, þar sem veikbyggð og
illa búin mannskepnan mátti sín einskis
í ójöfnum leik við tröllaukin náttúru-
öflin. En björgin voru meira; þau voru
líka lífsbjörgin. Þegar fuglinn fór að
flögra upp í bjargið vissu menn að
vorið var í nánd.
Milljónum saman komu fuglarnir
utan af dumbgrænu hafinu til að leita
sér að varpstæði og maka. Þar röðuðu
þeir sér á syllurnar, rifust þar og
skömnruðust, þar til samningar náðust
við einhverja glæsibringuna og þá var
ekki beðið boðanna með að hefja
búskapinn. Þar með hófst þrotlaust
starf við að sækja björg í bú út á hafið.
1 þessu samfélagi var
vinnulöggjöf heimsins og
útivistarreglur þverbrotn-
ar, enda engin nótt og
margir svangir munnar.
Þarna í hamraþiljunum er
starfræktur stærsti kór í
heimi, sem aldrei þagnar í
um tvo mánuði og aldrei
var sunginn falskur tónn,
nema ef steinn flýgur úr
bjarginu. Þá þagnar fugl-
inn augnablik, af því hann
veit að lífið er fallvalt og við eigurn að
virða lögmál þess og reglur. Undirleik-
arinn er sjálft hafið, sem spilar á
stærsta orgel í heimi, þar sem vindur-
inn knýr belginn. Og fuglinn heldur
áfram að smíða einn hlekk í lífskeðjuna
endalausu, sem enginn má slíta og
enginn getur slitið nema maðurinn og
almættið. Þegar unginn er orðinn feitur
og pattaralegur, frekur og frakkur, sjá
foreldrarnir að þeirra hlutverki í ár er
lokið og nú verður unginn sjálfur að
takast á við lífið. Ef hann vill ekki
yfirgefa 5 stjörnu svíturnar á „Hótel
Bjarg“ gera foreldrarnir sér lítið fyrir
-81-