Goðasteinn - 01.09.1996, Side 84
Goðasteinn 1996
og spyrna honum fram af syllunni út í
hyldýpið og þá ræður hann því sjálfur
hvort hann tekur til vængjanna og
bjargar sér eða heldur á fund orgel-
meistarans mikla við bjargræturnar.
Fuglinn uppgötvar þá fljótt til hvers
vængirnir eru og af því gætum við
margt lært.
Ég þykist nú vita að þið séuð farin
að velta því alvarlega fyrir ykkur hvað
ég er að fara og er það að vonum. Og
þó! Þetta er kannski í hnotskurn lífs-
saga sveinsins unga, sem fæddist þarna
norður frá í Þverdal í Sléttuhreppi á
krossmessunni 14. maí 1895. Móðirin
unga hefur hlúð að sveininum litla og
veikburða undir súðinni, þar sem einn
lítill fjögra rúðu gluggi horfði út á
landið sem lá undir stórunr fönnum,
sem ekki vildu fara af því þeim fannst
að þær ættu þarna heinra og vorið gæti
bara haldið sig annars staðar. Og þessi
sveinn var skírður Klemenz.
/
A flakki fyrstu árin
Tveggja ára gamall flyst hann með
foreldrum sínum að Kjaransvík í
Sléttuhreppi. Þar eru þau svo til 1898,
er móðir hans deyr af barnsfararsótt.
Þar með var sveininum unga spyrnt
fram af bjargsyllunni út í hyldýpið.
Frá Kjaransvík liggur svo leiðin til
Hesteyrar þar sem hann verður strax að
fara að vinna um leið og einhverjir
kraftar eru fyrir hendi og aðallega við
vatnsburð.
Atta ára gamall heldur hann svo til
Reykjavíkur til fundar við föður sinn
sem þá er búinn að festa kaup á höfuð-
bólinu Bræðratungu í Biskupstungum.
Ferðin hefst á opnum báti yfir Djúp-
ið og svo með dönsku strandferðaskipi
til Reykjavíkur, þar sem einn danski
hásetinn gaf honum hinn dýrlega ávöxt
appelsínu, sem hann hafði aldrei séð
fyrr og þótti góður. Hálfan mánuð
dvelur hann í Reykjavík meðan hann
bíður eftir að komast austur.
Biskupstungur og Reykjavík
Það var enginn þjóðhöfðingjabragur
á austurferðinni. Atta ára, pasturslítill
og illa klæddur, rétt nýkominn norðan
úr tröllaheimum situr hann í hestakerru
skröltandi yfir Hellisheiðina til Hvera-
gerðis. Þar er þá aðeins eitt hús, gamla
ullarþvottastöðin. Frá Hveragerði ligg-
ur svo leiðin upp í Bræðratungu, þar
senr búskaparbaslið byrjar, þó á stór-
býli sé. Ekki stóð þessi búskapur föður
hans og stjúpu lengi, því tveim árum
síðar keypti víkingurinn mikli Einar
Benediktsson skáld og fjármálaséní
jörðina, því hún féll vel að plönum
hans um þær mundir.
Eftir búskapinn í Bræðratungu ligg-
ur leiðin aftur til Reykjavíkur. En
Klemenz verður þó viðloðandi sveitina
nokkur sumur meðal annars við að
smala kvíaám, því þá var fært frá. Kalt
þótti honum að fara til að smala ánum
eldsnemma á morgnanna berfættur,
þegar hrím var á jörð.
Það hlýtur að hafa verið rnikið í
þann mann spunnið, sem slíkar að-
stæður gátu ekki beygt.
Næstu árin stundar hann svo alls
-82-