Goðasteinn - 01.09.1996, Page 85
Goðasteinn 1996
konar störf. Meðal annars er hann
vinnumaður að Stóra-Hofi hjá Guð-
mundi bónda og hafði 100 kr. í árskaup
og á Breiðabólsstað í Fljótshlíð hjá
Eggerti Pálssyni og Guðrúnu Her-
mannsdóttur, miklum sæmdarhjónum.
Danmörk
1917 verða svo kaflaskipti því þá
heldur hann til Danmerkur með Botníu.
Þá stendur fyrra stríðið yfir og kafbáta-
hernaðurinn sem hæst.
Það er furðulegt og verðugt rann-
sóknarefni, hversu nrargir ungir, blá-
snauðir og menntunarlausir íslendingar
héldu til útlanda og að sjálfsögðu flest-
ir til Danmerkur til að nrennta sig eða
af hreinni æfintýralöngun.
Það er lrægt að setja sér fyrir sjónir,
þegar þessir menn stóðu á Islands-
bryggjunni í Kaupmannahöfn, illa
klæddir i þykkum heimatilbúnum vað-
málsfötum, nýskriðnir úr úr torfkof-
unum. Guð má vita, hvort búið hefur
verið að aflúsa þá alla. Hvað hugsuðu
þessir menn þegar þeir horfðu yfir
bæinn, steinlögð stræti, himinhá lrúsin
og sparibúið fólk sem rigsaði um eins
og það ætti allan heiminn?
Hvers vegna guggnuðu ekki þessir
landar okkar og lentu í göturæsunum?
Hvað höfðu þessir menn til að bera
sem gerði þeim kleift að ná tökum á
þessu nýja umhverfi, oft á undra
skömmum tíma? Ekki bara að ná
tökum á því heldur yfirleitt að skara
fram úr. Guð fyrirgefi mér hrokann. En
ég held að þeir hafi einfaldlega verið
Klemenz Kristjánsson
snöggtum betur gefnir heldur en borg-
arlýðurinn sem þeir umgengust.
Klemenz var sem sagt kominn til
Danmerkur til þess að vinna og læra
eins og fjölmargir aðrir. Einn af þeim
sem vann á herragarði í Danmörku um
þessar mundir var Óskar Halldórsson,
síðar síldarspekúlant og Islands-Bersi
Laxness. Hann sagði að það væri
tvennt sem ungir menn í Danmörku
yrðu að eiga, en það var kærasta og
reiðhjól. Óskar sagði að það hefðu eng-
in vandkvæði verið á því að komast
yfir kærustu, verra hefði verið að eign-
ast hjól.
Það fara ekki miklar sögur af kær-
ustu- og reiðhjólahaldi Klemenzar í
Danaveldi, þó efa ég ekki að hann eins
-83-