Goðasteinn - 01.09.1996, Page 88
Goðasteinn 1996
inna af hendi. Mér fannst hann
meðhöndla rakvélina eins og þúfna-
bana. Þórey, sú mikla og veitula hús-
freyja, bauð Jónda kaffi meðan hann
beið eftir Klemenzi. En þá hrópar
Klemenz af blóðvellinum: „Hann þarf
ekkert kaffi, hann fær kaffi í Tungu.“
I annað skipti er þeir voru að fara á
fund og eru komnir fram í dyr, kemur
ráðskonan, sem aðeins var búin að vera
í tvo daga og spyr Klemenz hvað hún
eigi að hafa í matinn. Klemenz spyr
hvort ekki hafi orðið einhver afgangur
af kjötinu síðan í gær. Ráðskonan segir
að það sé nú ósköp lítið. Klemenz
hugsar sig um drykklanga stund og
segir svo: „Búðu til mikla sósu og
brytjaðu svo kjötið út í hana og brytj-
aðu smátt.“
Er þörf á þessu?
Einhverju sinni varð ég vitni að því
er þau hjónin voru að versla í kaup-
félaginu. Klemenz stóð við kassann og
ætlaði að fara að borga, þegar frúin
kom auga á forláta skaftpott, sem henni
leist sýnilega vel á. Hún spurði bónda
sinn hvort þau ættu ekki að kaupa
hann. Klemenz gaut útundan sér aug-
unum á frúna og skaftpottinn og sagði:
„Er þörf á þessu?“
Eg kynntist Klemenz fyrst fyrir
alvöru í Rótaryklúbbnum. Þeim mun
betur sem ég þekkti hann, þeim mun
meira mat ég hann. Hann var einn af
þessum mönnum, sem allslaus tók við
Islandi allslausu, byggði landið upp og
skildi við það sem eitt mesta menn-
ingar- og velferðarríki í heimi. Afreks-
verk þessara manna eru slík að við hin
megum fyrirverða okkur.
1 dag þykir enginn maður með
mönnum nema hann gangi um með
gullslegnar stresstöskur, ferðist með
tölvu á hnjánum í þotunum milli heim-
sálfa og reikni og reikni gróðann af
þessu og gróðann af hinu. Eftir því sem
þeir reikna meira, eftir því eykst
hallinn á ríkissjóði, og eftir því sem
þeir reikna meira, fara fleiri fyrirtæki á
hausinn, og eftir því sem þeir reikna
meira, skulda heimilin meira.
Eg stend mig því oft að því að
spyrja eins og vinur minn og aldamóta-
hetja Klemenz Kristjánsson: Er þörf á
þessu?
-86-