Goðasteinn - 01.09.1996, Page 90
Goðasteinn 1996
Leikrit valið og aðlagað
Á fundi í Dagsbrún í október 1937
var rætl um möguleika á að setja upp
leiksýningu í samkomuhúsinu, þó
leiksviðslaust væri. Nokkrar uppá-
stungur voru um val á leikriti: Ást og
brjálsemi, Sundgarpur og Maður og
kona, leikgerð Emils Thoroddsens og
Indriða Waage. Síðastnefnda tillagan
var samþykkt, og yrði leikverkið þá
stytt nokkuð.
I nefnd til að velja og hafna voru
kosnir Guðmundur Pétursson Hildisey,
Guðmundur Jónsson Hólmi og Har-
aldur Guðnason.
Nefndinni var vandi á höndum en
lauk verkinu svo að við þótti mega una.
Fyrsti þáttur (í Hlíð) féll út og eitthvað
var stytt síðar, en reynt að láta efnis-
þráð sem minnst raskast. Hlutverk
Sigurðar bónda féll því niður og hjúa
þar á bæ. Nefndin valdi ekki leikendur.
Hlutverkaskipan var þessi:
Séra Sigvaldi: Þórður Loftsson Bakka
Þórdís í Hlíð, sem ekkja: Lilja Hall-
dórsdóttir Skíðbakka
Sigrún, fósturdóttir í Hlíð: Bergþóra
Guðnadóttir Krossi
Staðar-Gunna: Svava Hagberts Vorsa-
bæ
Þórarinn stúdent, mágur prests: Ragnar
Jónsson Hólmi
Hjálnrar tuddi: Ingimundur Guðjónsson
Finnur, vinnumaður á Stað: Ingólfur
Jónsson Hólmi
Grímur meðhjálpari: Jón Guðnason
Hólmum
Egill, sonur Gríms: Guðmundur Jóns-
son Hólmi
Bjarni bóndi á Leiti: Haraldur Guðna-
son
Hallvarður Hallsson: Guðmundur Pét-
ursson Hildisey
Hvíslari og tímavörður: Árni Kristjáns-
son
Leiksviðssmíði: Marmundur Kristjáns-
son
Förðun: ÓlafurTúbals Múlakoti.
Þegar hér var komið tók hver við
sinni „rullu“ og lærði.
Til æfinga var boðað í Vorsabæ hjá
frú Svövu sem lék Staðar-Gunnu og
þar var lesið saman og æft nokkra
daga. Ekki voru farartæki utan hestar
postulanna. Má segja að þau sem lengst
áttu, Bergþóra og Þórður, gengju sveit-
ina á enda til æfinga.
Æfingabúðir
Á þriðja í nýári 1938 var farið í
„æfingabúðir“ í þinghúsinu, æft frá
morgni til kvölds í fjóra daga. Sýn-
ingardagur 6. janúar. Ekki kunnum við
neitt til leikstjórnar. Þá kom sér vel að
Þórarinn Guðnason á Krossi var enn
heima í jólafríi, en hann var lækna-
nemi. Hann gaf okkur ráð sem að gagni
komu. Við mig sagði hann: „Þú átt ekki
að segja í útlöndum heldur í úttlöndum
eins og sumir gömlu karlarnir.“ Smá-
atriðin er ekki að vanmeta í leiklist!
Á kvöldvökum var slegið á léttari
strengi og hugað að ýmsu sem gera
þurfti svo sem búningum og fleira.
-88-