Goðasteinn - 01.09.1996, Page 91
Goðasteinn 1996
Við sváfum á eldhúsgólfinu á efri
hæð þinghússins. Ég held, að ekkert
okkar hafi átt svefnpoka en legið við
teppi. Venjuleg sængurföt voru engin,
en kannski voru dýnur í húsinu. Morg-
unkaffi var hitað og búið við skrínu-
kost. Þetta var eins konar kommúna þar
sem góður andi ríkti eins og vera ber.
Marmundur Kristjánsson frá Voð-
múlastöðum smíðaði leiksviðið, pall
hæfilega háan og breiðan fyrir austur-
gafli þinghússins. Sviðið var tvískipt. í
öðrum enda fyrir leikendur og þeirra
hafurtask og var þar allþröngt. Hins
vegar leiksviðið sjálft, stofan á Stað.
Þetta var talsvert verk og vel af hendi
leyst, en við það skertist áhorfenda-
pláss verulega.
Daginn fyrir sýningu var hugað að
leikslokum og reynt að hnýta iausa
enda. Ég var á þessum tíma mjór og
langur, en við vildum hafa Bjarna
bónda mikinn um sig sem hæfði góð-
um matmanni.
Bergþóra sagði að Ingvar bóndi á
Bryggjum ætti svellþykka trollarapeysu
sem mundi hæfa vel handa Bjarna. Ég
heimsótti Ingvar bónda enda stutt
bæjarleið. Ingvari var ánægja að ljá
peysu sína með ósk um gott gengi á
þrettándakvöld.
I þriðja þætti er Bjarna á Leiti og
Grími meðhjálpara borinn ríkulegur
málsverður hjá presti á Stað. Aður
hefur Hallvarður logið Bjarna fullan af
furðusögum.
Borðhald og borðsiðir Bjarna á Leiti
og Gríms meðhjálpara voru æfðir eins
og þeir áttu að fara fram daginn fyrir
sýningu. Helga húsfreyja á Krossi, sú
einstaka öðlingskona, sauð handa okk-
ur kjötsúpu. Ég (Bjarni) vildi hafa
nokkra kjötbita í súpunni en ekki mikið
kjöt á beinunum, því ég vildi kasta sem
flestum beinum nöguðum á gólfið svo
sjá mætti hversu gírugur Leitisbóndi
væri til fæðunnar.
Borðhaldið fór fram á leiksviðinu
og þá „sprakk salurinn“ eins og leik-
dómarar skrifa stundum. Meðleikendur
allir horfðu á aðfarirnar og fengu
óstöðvandi hláturskast - þótti vita á
gott um framhaldið.
Frumsýning
Veður var gott og gangfæri. Mér brá
nokkuð að næstu leikhúsgestir sátu að
kalla fast upp við sviðsbrún, en húsfyll-
ir var eða vel það.
Messudagur. Kirkjugestir voru fáir.
Grímur meðhjálpari lét sig ekki vanta
og með honum Egill sonur hans. Grími
og Bjarna var nú borin súpuskál allstór
en meðhjálparasonurinn fékk engan
mat.
Bjarni bóndi vildi hafa mat sinn og
engar refjar og það strax, en Grímur fór
með sína borðbæn. Bjarni kvaðst ekki
vanur að lesa borðbæn þó hann lepti
sýrusopa en vanur væri hann að signa
sig. Meðhjálparinn fór sér að engu
óðslega og vitnaði í orðskviði Salóm-
ons. Væri hentast að ganga hægt um
gleðinnar dyr enda segði Sírak: „Vertu
ekki óseðjanlegur af ljúfmeti og ráðstu
ekki gírugur til fæðunnar.“
Bjarni lætur sér fátt um finnast til-
vitnanir í Sírak og Salómon, heldur
-89-