Goðasteinn - 01.09.1996, Page 93
Goðasteinn 1996
Þorsteinn Oddsson frá Heiði:
Skógarhögg í Næfurholtsskógum
I landi Næfurholts á Rangárvöllum
eru allmiklar leifar af birkiskógum sem
ekki hafa blásið upp og eyðst. Hraun-
teigur er þeirra stærstur.
Þá eru nokkrar minni
torfur sem kenndar eru
við jarðir í Rangárþingi
sem áttu þar skógarítök.
Var viðurinn nýttur til
eldiviðar og í einstaka til-
felli í árefti á hús. Nefni
ég hér nokkrar af þessum
torfum: Geldingalækjar-
torfur, Gunnarsholtstorfa,
Keldnatorfa, Vatnsdals-
torfa, Efra-Hvolsskógur,
Hofstorfur, Miðhúsatorfa o.fl.
í máldaga Áskirkju í Holtum frá
1397 segir að kirkjan þar eigi fjórðung
í öllum Næfurholtsskógum sem mun
vera stærsta ítak í eign eins aðila sem
um getur. Máldagi Oddakirkju 1641
getur um ítak sem tilheyri Odda, í
Oddagljúfri í Næfurholtslandi. (Heim-
ildir: Rangvellingabók V.S.)
Á haustin sóttu bændur svo þessi
ítök sín sem þeir fluttu gjarnan á reið-
ingshestum til síns heima, en gott þótti
að hafa viðinn til þess að glæða eldinn
í hlóðunum eða eldavélinni eftir að þær
komu.
Viður í fyrirhleðslugarða
Þegar hlaðið var fyrir Djúpós 1923
var sóttur allmikill viður í
Hraunteig (100 hestburð-
ir). Stóð til að fleyta
böggurn niður Ytri-
Rangá, helst alla leið, en
það reyndist ekki fram-
kvæmanlegt. Þegar áin
fór að þrengjast og verða
grýtt í botninn gekk þetta
ekki og var mest af bögg-
unum tekið á land í Heið-
arnesi, síðan flutt á reið-
ingshestunr og hestvögn-
um niður að Djúpós um 20 km leið. Þar
var þeim raðað á fyrirhleðslugarðinn
straummegin til þess að verja hann rofi.
Aftur var sóttur viður í Hraunteig
vorið 1932 (300 hestburðir) sem not-
aður var í uppfyllingu við fyrri Þverár-
brúna á sama hátt og við Djúpós. Þessu
var fleytt eftir Ytri-Rangá niður að
Þingskálum, þar tekið á hestvagna og
flutt þannig niður fyrir Heiðartún, en
lengra komust bílar ekki þá. Sigurður
Eiríksson á Þingskálum og Böðvar
Böðvarsson í Bolholti tóku þennan
flutning að sér fyrir ákveðið gjald, sem
ég man ekki lengur hvað var. Þar tóku
við bílar frá Kaupfélagi Hallgeirseyjar
sem fluttu niður að Þverárbrú. Flutt var
-91-