Goðasteinn - 01.09.1996, Page 95
Goðasteinn 1996
BÆNDAÞULUR
Eftirfarandi bændaþulur eru úr safni Guðríðarfrá Strönd. Hún er
bæði glögg og minnug, og hefur haldið mörgu til haga allt frá
unga aldri. Hún hefur um 40 ára skeið verið búsett í Hafnarfirði.
ÞULA
um bændur í Þykkvabæ árið 1843
Öld nítjánda nú fertug finnst
fram telur árin þrjú.
Garpa þá, sem eg get á minnst,
geymir forsjónin trú.
Búa í Þykkvabænum hér
Benedikt, Stefán minn,
tíu með Jónum Arni er,
eg tel Guðbrand og Finn.
Gunnar, Björn, Bjarna, Pétur, Pál,
prúður Kristján og kemst í mál.
Fæ sex Einurum, Felix, hjá
fjóra Guðmunda téð,
Ögmund, Flelga, Ólafa þrjá
eg hef tvo Gísla séð.
Ffannes, Erlenda tvo skal tjá,
tveim Gestum Eirík með.
Þessi þula er eignuð Einari Jóns-
syni, Jaðri, en gæti allt eins verið eftir
Einar son hans, sem með nokkurri
vissu er talinn hafa gert eftirfarandi
stöku, en kona hans hét Úlfheiður
Ketilsdóttir:
Ketils-jóð, mitt kæra fljóð,
kennir rit á spjaldi,
spennir þjóð með spangaglóð,
spannstokks ytra haldi.
-93