Goðasteinn - 01.09.1996, Side 96
Goðasteinn 1996
ÞULA
um bændur í Þykkvabæ árið 1943
Nú vil ég bændur Þykkvabæjar nefna,
nítján hundruð fjörutíu og þrjú.
Hafliða í Búð ég heit mín geri efna.
Hafa þar fjórir Jónar mikil bú.
Diðrik og Egill, Vigfús, Gísli, Gestur,
Guðjónar tveir og Markús, Elías,
Sigurðar fjórir, Friðrik æðsti prestur,
fífldjarfur Árni og Pálmar rækta gras.
Tveir Þórðar, Úlfar, Ársæll og svo
Gunnar
ekki má gleyma Olöfunum tveim,
Benedikt, Tyrfing, blessa allir munnar,
ber mér að nefna Sigurgeir með þeim.
Runólfur, Oskar, ásamt Guðnum
báðum,
aumingja Harald síðastan ég tel.
Heill ykkur öllum ! - Eg heimsæki"
ykkur bráðum,
hér kemur punktur. Búnist ykkur vel!
Höfundur: Guðmundur Daníelsson
Bændur í Þykkvabæ, taldir upp í þulu frá 1843
Benedikt Hannesson, Hávarðarkoti.
Stefán Gíslason, Skinnum.
Jón Ólafsson, Borgartúni.
Jón Þórðarson, Miðkoti.
Jón Erlendsson, Stekkjarkoti.
Jón Finnsson, Skarði.
Jón Jónsson, Skarði.
Jón Gíslason, Dísukoti.
Jón Felixson, Búð.
Jón Jónsson, Litla-Rimakoti.
Jón Guðnason, Háarima.
Jón Ólafsson, Snotru.
Arni Jónsson, Norðurbakka.
Guðbrandur Jónsson, Hábæ.
Finnur Hildibrandsson, Vesturholtum.
Gunnar Jónsson, Hábæ.
Björn Ingimundarson, Vatnskoti.
Bjarni Jónsson, Brekku.
Pétur Pétursson, Hávarðarkoti.
Páll Arnoddsson, Þórutóft.
Kristján Pálsson, Nýjabæ.
Einar Helgason Önnuparti.
Einar Jónsson, Vesturholtum.
Einar Ólafsson, Búðarkoti.
Einar Einarsson, Jaðri.
Einar Einarsson, Miðkoti.
Einar Magnússon, Stöðulkoti.
Felix Felixson, Mel.
Guðmundur Bjarnason, Hákoti.
Guðm. Höskuldsson, Gvendarkoti,
Guðm. Ingimundarson, Vatnskoti.
Ögm. Guðmundsson, Litla-Rimakoti.
Helgi, finnst ekki í sóknarm.tali,
hvorki 1842 né 1843.
Ólafur Ormsson, Norður-Nýjabæ.
Ólafur Jónsson Rimakoti.
Ólafur Jónsson, Mel.
Gísli Arnórsson, Tobbakoti.
Gísli Gíslason, Oddsparti.
Hannes Bjarnason, Unhól.
Erlendur Bjarnason, Búð.
Erlendur Benediktsson, Unhól.
Gestur Helgason, Vatnskoti.
Gestur Gestsson, Hrauk.
Eiríkur Gestsson, Húnakoti.
-94-