Goðasteinn - 01.09.1996, Page 99
Goðasteinn 1996
Mynd 4. Beinhólkurinn frá Rangá. Sú
hliðin sem sýnir hirtina tvo og tréð.
Ljósmyndari Magnús Reynir.
Um beinhólkinn frá Rangá segir
Sigurður Guðmundsson málari eftir-
farandi í skýrslu sinni um Fornminja-
safnið:
BEINHÓLKUR, 11/2 þumlúngur
á vídd og 1 þumlúngur á breidd.
Öðrumegin á hólkinum eru tveir
hirtir, og er annar með hálsbandi.
Þeir eru auðsjáanlega grafnir í flýti,
en þó vel og liðuglega. Þeir toga á
milli sín þrjú bönd eða þrjá orma,
sem festir eru utan um tré(?) nreð
hringum. Hins vegar er knútur, er
samsettur er af tveimur eða þremur
ormum, í sama anda og tíðkaðist á
elleftu öld, en bæði vantar nokkuð
af knútnum og eins fæturna á hirt-
ina, því að í fornöld hefir verið
sagaður meira en þriðjúngur neðan
af hólkinum. Báðumegin milli hjart-
Mynd 5. Beinhólkurinn frá Rangá. Sú
hliðin sem sýnir hið óhlutrœna skraut.
Ljósmyndari Magnús Reynir.
anna og knútanna eru tveir tvöfaldir
hríngir sirklaðir. Hólkur þessi hefir
eflaust verið af einhverju vopni, lík-
- lega aptan á axarskapti. Þessi litli,
en merki gripur fannst í dysi við
Rángá,.... Það er valt að segja með
vissu, hvað hjartamyndirnar og
ormamyndirnar eigi að merkja.
Mönnum gæti komið til hugar askur
Yggdrasils, er hjörtur beit ofan, en
Níðhöggur og ormar úr Niflheimi
gnöguðu neðan. Eigi er heldur
óhugsanda, að Hjörtur bróðir
Gunnars hafi átt vopn það, sem
þessi hólkur er af, og eigi þeir nafn-
ar hans (hirtirnir) á hólkinum að
merkja nafn hans, svo sem títt var á
innsiglum á miðöldunum. ... Gæti
þá vel verið, að hólkur þessi hefði
orðið eptir á vígvellinum, er Hjörtur
féll, því að varla mun Gunnar hafa
-97-