Goðasteinn - 01.09.1996, Side 103
Goðasteinn 1996
aldursgreinir beinhólkinn því til loka
11. aldar (1956:421).
Lise G. Bertelsen greinir beinhólk-
inn til Urnesstíls eða náskyldum hon-
um. (Bertelsen 1994:63-64). Hún gefur
upp önnur mál en Kristján, en sam-
kvæmt henni er hólkurinn 2,6 sm. hár
og 3,7 sm. breiður [þvermál!]. Þyngd-
ina segir Lise vera 9,92 gr. (Ibid:63).
Bæði telja þau Kristján og Lise að
beinhókurinn hafi verið minnkaður
eftir á eins og Sigurður málari taldi.
Segir Lise að hann hafi verið breiðari
áður (á væntanlega við hæð?), en Krist-
ján segir í síðari tilvitnunni hér að hann
hafi verið styttur ofan og neðan og
tekur fram að hann eigi við breiddina.
Varðandi þessa staðhæfingu að
hólkurinn hafi verið styttur ofan og
neðan er þetta að segja: Við smásjár-
athugun kom í ljós að gripurinn hefur
verið notaður í núverandi lengd þegar í
öndverðu. Hann hefur verið styttur
áður en hann hafnaði í jörðu fyrir
tæpum 1000 árum. Til merkis um það
er að báðum megin við endana eru
götin kónísk (hefur verið sorfið innan
úr kantinum), sennilega fyrir tappa.
Eins og áður er getið var lína rétt fyrir
neðan efri brúnina og bendir hún ein-
dregið til þess að þar hafi hólkurinn
aldrei verið styttur.
Kristján notar heitin þykkt og breidd
og setur samansemmerki á milli þykk-
tar og ummáls. Finnst mér eðlilegast að
tala um ummál í þessu sambandi, en
það er smekksatriði. Lise notar hins
vegar heitin hæð og breidd. Er hæðin
það sama og breiddin hjá Kristjáni og
breiddin það sama og þykktin. Breidd-
in hjá Lise er því það sama og ummál,
sem varla getur hafa verið minnkað
síðar.
Lise telur að allt myndefni hólksins
sé kristið í eðli sínu og ræðir ekki aðra
möguleika. Hún segir einnig að tréð sé
á miðjum skreytifletinum og að hennar
áliti dýraflétta aftan á. Miðjan var mik-
ilvægust segir hún „vegna þess að það
er tákn hins guðdómlega.“ (lbid:64).
Mjög vafasamt verður það að teljast að
tala um miðju flatar á sívalningi svo
ekki sé meira sagt. Dýrafléttan, sem
Lise kallar svo, eru þrjár slöngur sem
fléttast saman, en hún nefnir orðið
slöngur aldrei, enda kemur það verr
heim og saman við hina kristnu mynd,
sem Lise vill draga upp.
Hin síðari ár hafa menn skilið að
Rúnasteinastíl suður og vestur Skand-
inavíu frá öðrum norðlægari og aust-
lægari. Er hinn fyrri talinn til Mamm-
ens- eða Hringaríkisstíls (10. -11. öld)
á meðan sá seinni er í stórum dráttum
sá sami og Urnesstíll (11. öld. Karlsson
1983:136, 139-40 og 164). Eitt eiga
allir þessir stílar sameiginlegt, allir
hafa þeir orðið til á tímum breytinga í
samfélögum þegar kristin áhrif fóru
verulega að láta til sín taka. Um suma
þeirra hefur verið sagt að þeir séu
síðustu heiðnu norrænu stílarnir, þó
þeir hafi lifað eitthvað áfram með
kristninni eins og Urnesstíll og
Hringaríkisstíll gerðu.
Mitt álit er að hið óhlutræna skraut-
verk á beinhólkinuni frá Rangá sé varla
í Hringaríkisstíl einum, eða Rúna-
-101-