Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 105
Goðasteinn 1996
greinilega í alla fjóra fæturna. Stíllinn á
uppruna sinn aö rekja til Englands, en
þaðan mun hann hafa borist til Norð-
urlanda, og enn á ný borist til bresku
eyjanna í nýjum norrænum búningi.
Þetta ferli er afar flókið og segir okkur
ekkert um uppruna einstakra hluta eða
gripa. (Karlsson 1983:111-12). Dýr í
þessum stíl koma oft fyrir á hlutum
senr taldir eru til annara stíla svo sem á
Jalangursteininum sjálfum, og áður-
nefndum Tullstorp steini.
Eins og Kristján og fleiri benda á
vantar neðan á beinhólkinn og geng ég
út frá því að á þeim hluta hafi allir
fætur hjartanna sést. Til að taka af allan
vafa tel ég að hirtirnir frá Rangá tengist
ekki beinlínis Stórgripastíl, en ég nefni
stílinn aðallega til að sýna að „natúral-
ískar“ dýramyndir eru vel þekktar
meðal Norðurlandaþjóða á víkingaöld
og fullyrðing Kristjáns um að forn-
mönnum hafi verið „frámunalega ósýnt
um allar eftirlíkingar úr náttúrunnar
ríki,“ ekki rétt.
3. Annar beinhólkur
Árið J962 fannst beinhólkur (nr.
18308a) í Árnes á Noðurmæri í Stang-
vik sókn, norður Noregi. (Mpllenhus
1963:133-34. Wilson & Klindt-Jensen
1966:128-29.).
Hann er heldur stærri en Rangár-
hólkurinn eða 5,9 sm á hæð og 4,4 sm í
þvermál þar sem það er mest. Hólk-
urinn er úr stórgripalegg. Við endana
eru smá göt, sem hafa verið til að festa
hólkinn á eitthvað, eða eitthvað á hann,
svo sem tré eða bein. Til hverra hluta
hólkurinn var notaður hefur hingað til
verið talið óþekkt.
Skrautverkið er af þremur dýrum
sem vefjast um hvert annað í bland við
bönd eða borða. Stíllinn á skrautverk-
inu er í Mammenstíl. Aldursgreina má
gripinn til 10. aldar. Lýsing hólksins er
eftirfarandi:
En utskáret 5,9 cm 1. holk av bein
med ovalt tverrsnitt og stprste diam.
4,4 cm. Nær begge ender er det flere
delvis smá hull til feste av holken.
Langs den ene smalside er laget en
0,3 cm bred fure som er fylt med et
mprkebrunt stoff, og nær hver ende
av furen sitter en bred nagle.
Avbrutt bare av denne furen er
holkens overflate prydet med et
billedfelt av dyreornamentikk i reli-
eff. Ogsá en nedsenket flate er fylt
av tettstilte knopper avgrenset av
konturlinjer. Figurene har nakketopp
og vingete fliker. Hele billedflaten
er mot begge ender delvis innram-
met av en 2 mm bred kant, men
delvis inggár denne kanten i selve
billedmónsteret. (Fig. 4). (Möl-
lenhus 1963:133-34).
Útskorinn 5,9 sm langur hólkur úr
beini með sporöskjulöguðu þversniði
og mesta þvermál 4,4 sm. Við báða
enda eru nokkur smá göt til festingar á
hólkinum. Eftir annari skammhliðinni
er 0,3 sm breið rás sem er fyllt dökk-
brúnu efni og við báða enda rásarinnar
eru breiðir naglar. Öll hlið hólksins er
skreytt myndum í upphleyptum dýrastíl
-103-