Goðasteinn - 01.09.1996, Page 114
Goðasteinn 1996
Síðasti farkennarinn á Islandi
/
A spjalli við Þórarinn Magnússon frá Hátúnum
Hann er yfirlœtislaus, lcetur lítið yfir
sér eða sínu lífshlaupi, af einu getur
hann þó verið stoltur, það er að vera
síðasti farkennarinn á Islandi. En ekki
vill hann gera mikið úr því frekar en
öðru sem snertir œvistarfið. En gefum
nú Þórarni Magnússyni frá Hátúnum
orðið.
— Ég er fæddur í Hátúnum 1912,
foreldrar mínir voru Magnús Þórar-
insson frá Þykkvabæ, bróöir hans var
Helgi síðar bóndi í Þykkvabæ. Móðir
mín var Katrín Hreiðarsdóttir sem fædd
var og uppalin í Hátúnum.
Hvernig eru bernskuárin í minn-
ingunni?
— Fyrstu fjórtán árin mín er sá tími
sem mér þykir raunverulega vænst um,
var mitt besta æviskeið. Þarna kynntist
ég gamla tímanum eins og hann var.
Og var búinn að vera frá aldaöðli. Ég
var í raunverulegri fjósbaðstofu og
minnist þess enn í dag hversu blessaðar
kýrnar yljuðu upp bæinn.
Ég missti föður minn þegar ég var
12 ára. Mamma bjó áfram með okkur
systkinunum næstu tvö árin en fluttist
svo með okkur að Breiðabólsstað til
Snorra læknis. Þessi vistaskipti voru
það erfiðasta sem ég hef lifað á ævinni.
Eina von mín var sú að jörðin var leigð
aðeins til 5 ára og þá myndi ég komast
aftur heim.
Hver tók þá við jörðinni?
— Það var Þorlákur Sveinsson,
sonur Sveins Þorlákssonar símstöðvar-
stjóra í Vík, en eftir 2 ár fluttist hann út
í Ölfus og þá tók Guðbrandur Guð-
brandsson við henni. En hann hafði
verið áður á Breiðabólsstað. Hann var
faðir Ingólfs í Utsýn, hins kunna
ferðamálafrömuðar. Guðbrandur bjó
svo í Hátúnum í þrjú ár. Þá fluttum við
aftur að Hátúnum. Svo er það að
Júlíana systir mín sem þá var vinnu-
kona hjá Lárusi á Klaustri giftist Finni
Magnússyni, sem einnig var í vinnu-
mennsku hjá Lárusi. Hann langaði
mikið til að fara að búa og ekki gat ég
verið að setja mig upp á móti því að
þau flyttu að Hátúnum. Þetta var nú
ástæðan fyrir því að ég fór í kennara-
skólann. Reyndar fór ég fyrst í Ungl-
ingaskólann í Vík.
Það var Hjörtur Þorvarðarson sem
kom því til leiðar að ég fékk að fara í
Unglingaskólann, en hann var kaupa-
maður hjá Snorra lækni. Faðir hans,
séra Þorvarður, kenndi þá við Ungl-
ingaskólann, en skólastjóri var Þor-
steinn Friðriksson. Þegar ég hafði lokið
Unglingaskólanum setti Snorri mig í að
kenna börnunum á Breiðabólsstað áður
en skólaskyldan hófst sem var við 10
ára aldur. Þetta gekk víst frekar vel og
Snorri gekkst svo fyrir því að ég
kæmist í nám í Kennaraskólann. Það
-112-