Goðasteinn - 01.09.1996, Page 117
Goðasteinn 1996
þau voru kennarar á Þórshöfn. Það
var ekki alveg kominn kennslu-
tímni svo ég dvaldi hjá þeim í
nokkra daga í góðu yfirlæti.
Þar kynntist ég merkum manni,
Drauma-Jóa. Hann var til húsa hjá
þeim og við vorum herbergisfél-
agar meðan ég dvaldi þar. Jói þessi
var svo draumspakur að hann var
notaður til að finna þjófa og aðra
misindismenn. Hann gekk undir
gælunafninu Lambi. Jói sagði mér
ýmsa merkilega hluti. Þetta var
stórmerkur maður, spakur og mild-
ur í viðkynningu.
Ég hóf svo kennslu þarna, það
var kennt á tveim stöðum hálfan
mánuð í senn, en það var algeng-
asta fyrirkomulagið í farkennslunni
og reyndar í fastaskólanum líka.
Annar staðurinn var svona á miðju
nesinu og hét Heiðarhöfn. Hét
bóndinn þar Sigurður, hann var
Grímseyingur, en Þórdís hét kona hans.
Tóku þau hjón mér svo sem ég væri
þeirra eigin sonur. Og um vorið er ég
fór gaf Þórdís mér Vídalínspostillu
sína. Kunni ég raunar ekki að meta
hana í þá daga, en nú finnst mér sem
hún hafi verið hin merkasta húslestrar-
bók er út hefur verið gefin.
Hinn staðurinn var á Skálum, nú er
þar mest allt komið í eyði, þetta var
æði þorp í þá daga.
Ég þjálfaði mig mikið upp yfir
veturinn, fór í langar göngur. Fór þetta
oftast gangandi og bar dótið, vildi hafa
þetta þannig.
Dodge Weapon bifreið Þórarins út við
Seljalandsfoss, við bílinn stendur Jónína
Pálsdóttir frá Steinsmýri
Og það vil ég að komi fram, að á
öllum þeim heimilum er ég þurfti að
dvelja vegna kennslunnar, líklega 15
alls, naut ég einstakrar vinsemdar og
góðrar aðhlynningar. Víða var þá kalt í
stofuhúsum og var þá oft sett heit
flaska til fóta hjá mér í rúmið. Og
oftast var mér fært kaffið í rúmið á
morgnana, og svo gerir raunar konan
mín enn í dag og þykir líklega sumum
hinna yngri húsmæðra nóg um.
Lengsta dvöl átti ég í Efri-Ey I, líklega
alls nítján vetur hálfa og hvergi leið
mér betur en þar.
-115-