Goðasteinn - 01.09.1996, Page 118
Goðasteinn 1996
Og hvernig gekk svo kennslan ?
— Þetta gekk bara frekar vel. En ég
var þarna aðeins einn vetur.
Og þú hefur farið með Esjunni aftur
til baka ?
— Já og ég hafði það upp úr þessu
að ég gat siglt kringum landið því í
þessari ferð fór skipið vestur um.
Svo hefur þúfarið beint austur?
— Já það gekk allt greiðlega, betur
en þegar ég var að fara á skólann en þá
varð ég að fara á hestum hluta af leið-
inni. Nú svo fór ég í búskapinn af
krafti, því þá var ég orðinn sprell-
frískur.
Næsta vetur var laust kennarastarf í
Skaftártungunni og mér þótti að sjálf-
sögðu þægilegra að fá kennslu svona
nærri. Þar var ég að mig minnir í fimm
vetur, fyrst 1936-1938 og síðan 1939-
1942, en þá var svo illa komið fyrir
Tungumönnum að það var orðið hér
um bil barnalaust, aðeins tvö á skóla-
aldri og ekki þótti fært að halda kenn-
ara yfir þeim lengur. Næstu skólaár,
þ.e. 1942-43 sinnti Gísli Jóhannesson í
Gröf svo kennslustörfum í Skaftár-
tungunni. Þá tók ég við kennslu í Með-
allandinu þar var þá fjöldi af krökkum,
þar var kennt á tveimur stöðum á
Steinsmýri og í Efri-Ey, en þar var þá
skólahús. Þar voru víst 18 eða 19 börn
en 10 á Steinsmýri en þeim fór fljót-
lega fækkandi.
En hver var munurinn á farkennslu
og fastaskóla?
— Það var svo sem ósköp lítill
munur. Námskröfurnar voru þær sömu
og kennslutíminn sá sami. Hvert barn
fékk þriggja mánaða kennslu hvern
vetur, fjóra vetur. Það var víða þótt
væru fastaskólar eða kennslunni væri
skipt. Það var þannig þegar ég var
sjálfur á skóla að það var kennt tíma og
tíma í senn.“
En hvernig voru launakjörin ?
— Farkennararnir fengu lægri laun
en þó kom það öðruvísi út. Fyrstu árin
sem ég kenndi voru árslaunin, eða
launin fyrir veturinn, 600 kr. Þetta hélst
í allmörg ár. En í farkennslunni fékk
maður frítt fæði og húsnæði en í fasta
skólanum varð maður sjálfur að sjá sér
fyrir fæði og húsnæði. Yfirleitt var ekki
borgað fyrir kennsluna fyrr en á vorin
að skóla lauk, nema þá ef menn væru í
standandi vandræðum, þá gátu menn
víst fengið eitthvað greitt fyrr, en ég fór
aldrei fram á það.
En hvernig var með kennslutœki?
— Þau voru víða lítil, einkum í far-
kennslunni, það sem mér þótti verst var
að hafa ekki einu sinni skólatöflu en
þannig var það bæði á Langanesinu og
eins í Skaftártungunni til að byrja með.
Mér fannst alveg ómögulegt að
kenna án þess að hafa skólatöflu, en þá
greip ég til þess ráðs að útbúa mér töflu
úr gólfdúksafgöngum þar sem þeir
voru til. I Skaftártungunni fékk ég sr.
Valgeir fljótlega til að kaupa töflu en
hann var formaður skólanefndar og
einnig prófdómari. Hún var eins og
-116-