Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 119
Goðasteinn 1996
landakort, mátti vefja henni upp og
bera með sér á milli kennslustaða. En í
Efri-Ey var ágætis aðstaða, borð og
sæti og skólatafla.
Og þú stundaðir búskap með
kennslunni?
— Jú, en búið var of lítið til að lifa
afþví.
En með kvennamálin, hvenær festir
þú ráðþitt og hver er konan þín?
— Mig langar að hafa dálítinn for-
mála að svarinu. Þegar ég kom í Ungl-
ingaskólann í Vík var það eitt af fyrstu
verkefnunum sem ég fékk hjá Þorgeiri
Friðrikssyni að skrifa ritgerð. Og rit-
gerðarefnið var „Hver er sinnar gæfu
smiður.“ Eg held að Þorsteini hafi bara
líkað ritgerðin hjá mér vel og hrósaði
henni. Eg var þá þeirrar skoðunar að
þetta væri rétt, en seinna komst ég á
aðra skoðun. Ég hef varla fengið að
ráða neinu smáatriði í minni æfi og
finn það best núna; þessu var öllu stýrt
fyrir mig. Ég hefði ekki fengið mína
góðu konu nema af því ég var kennari.
Þegar ég var í Tungunni var kennt
þar á mörgum bæjum og krökkunum
skipt í tvo flokka, í Framtungunni ann-
arsvegar og Inntungunni hin vegar og
skipst á að kenna á bæjunum, hrein
farkennsla var skipt hálfsmánaðarlega.
Ég kenndi í Flögu, Hemru, Hlíð, Ás-
um, Hvammi, Ljótarstöðum, Gröf og
Borgarfelli. Kenndi á flestum bæjum
þar sem krakkar voru.
Ég kynntist minni ágætu konu,
Þuríði Sigurðardóttur, í Hvammi. Hún
var fædd á Hellum, dóttir Halldóru
Árnadóttur og Sigurðar Björnssonar, en
hún var þá vinnukona þar. Það var
svona með herkjubrögðum að ég fékk
hana lausa því hún var að sjálfsögðu
vistráðin. En með því að við giftum
okkur var þetta löglegt. Við fórum svo
að búa í Hátúnum 1937.
Þú kenndir einn vetur í Litla-
Hvammi?
— Já ég kenndi hálfan mánuð á
hvorum stað, Litla-Hvammi og Eystri
Sólheimum, en hélt til á Norður-Hvoli
hjá Kristjáni og Kristínu. Það komst nú
til orðs að ég ílentist þarna, en það varð
nú ekki af því.
Svo snerir þú þér alfarið að bú-
skapnum aftur?
— Já en ég sá fljótt að búið fram-
fleytti okkur ekki. Þá er það að ég fer
að kenna aftur í Meðallandinu, tók við
af Runólfi Gíslasyni frá Melhól er
kenndi tvo vetur eftir að Markús flutti
burt. Þar kenndi ég svo víst hátt í 10 ár
og var síðasti kennarinn í Meðalland-
inu, eða þar til skólinn var fluttur á
Klaustur. Ég kenndi þá aðeins hálfan
veturinn, þ.e. hálfan mánuð í einu og
var svo í fríi í hálfan mánuð. Ég mun
hafa haft bestu launin þegar ég var úti í
Mýrdal, en þá var ég kallaður skóla-
stjóri og var því á betri launum. Þá
kenndi ég einn vetur á Klaustri fyrir
Kristjönu Jónsdóttur þegar hún var í
barnsburðarleyfi. Hún varð að borga
mér af sínum launum, þá var ekki fæð-
ingarorlof komið til sögunnar.
-117