Goðasteinn - 01.09.1996, Side 122
Goðasteinn 1996
í Nesi hraustur halur býr, handlaginn má kalla, Gunnar Jóns, í geði hýr, greiðvikinn við alla. í Hólum unir Haraldur, hefir reist þar bæinn, glaðlyndur og gunnreifur, grenjaskytta lagin.
í Ketilhúsa haga nú hraustur Kristinn stjórnar. Sitt að auka og efla bú öllum kröftum fórnar. Hæst í Næfurholli ber hreysti og manndóms þróttinn, fyrir talin ekkjan er Elín Guðbrandsdóttir.
Einn þar Skúli yrkir nú með orku römmum tækjum, tveir sem áður áttu bú á Geldingalækjum. I Haukadalnum halur býr, heldur snar í bragði, Magnús prúði, hugarhýr, hendur þar að lagði.
Sá á Heiði seggur býr, sómamaður valinn, Oddur Oddsson, hugarhýr, hagleiksmaður talinn. í Selsundinu seggur einn situr bú með snilli, Þorsteinn Björnsson, hugarhreinn, hlýtur lýða hylli.
Þings á skálum þessi býr, þrátt með prýði snjalla, Sigurður er halur hýr, hefir fáa galla. Sigurjón í Koti kann kindum vel að smala. Okvongaður enn er hann, um það fyrðar tala.
Frá Engilbert ég inna kann, oft hefir þyrstum svalað. Má um aðra aldrei hann illa heyra talað. í Gunnarsholti græðist fé, gengur að verkum hraður. Jón Egilsson ég ykkur té, er stórhuga maður.
I Bolholtinu byggir nú Böðvar, sinnisglaður, vel um hugsar halur bú, hagsýnn verkamaður. Á Hróarslæk býr halur sá, hugarskýr að vonum, Guðmundi ég greini frá, gæfa fylgir honum.
I Svínhaga mega seggir trúa, síst ég muni þessu ljúga, með móður sinni börnin búa, best að henni í elli hlúa. Hvað sem veröld víða snýst virðar þekkja halinn, Jón á Reyðarvatni víst, verksnillingur talinn.
-120-