Goðasteinn - 01.09.1996, Page 128
Goðasteinn 1996
Magga á Vindási, Metta (dönsk), Ófeigur í Næfurholti, Guðný fv. skálavörður í
Landmannalaugum og Þórður í Köldukinn fá sér í svanginn. —Ljósm. Vilborg.
um því í þrengslunum í leitarmanna-
húsinu hafði ekki verið mikið pláss til
að undirbúa nesti næsta dags, en nú var
það drifið áfram og síðan farið að huga
að kvöldmat. Við vorum í talstöðvar-
sambandi við Olgeir á Geimstöðinni og
vissum að menn voru dreifðir úti í
óveðrinu. Við gátum ekkert gert annað
en að vona að allt gengi vel. Klukkan
níu var maturinn tilbúinn eins og til
stóð, en enginn kom til að snæða hann.
Við reyndum að hafa samband við
Olgeir, en nú var eins og eitthvað hefði
bilað því ekkert samband náðist.
Farsíminn hans Einars í Götu var í hús-
inu hjá okkur og fólk var að hringja úr
byggð til að fá fréttir, en við gátum litl-
ar upplýsingar gefið. Fólkið var bara
einhvers staðar úti í þessu brjálaða
veðri. Við vissum þó að allir voru vel
klæddir og nesti hafði farið með bíln-
um, svo að ekki var ástæða til að hafa
miklar áhyggjur.
Tíminn leið og við reyndum að
halda kjötsúpunni heitri án þess að
kjötið yrði að kæfu, en lambakjöt er
fljótt að meyrna, svo nærri má geta
hvernig gekk. Okkur var nú hætt að
standa á sama, klukkan tifaði, en tím-
inn virtist þó standa í stað. Við hlust-
uðum eftir einhverri vísbendingu um
mannaferðir, en ekkert heyrðist nema
veðurhljóðið sem síst fór minnkandi.
Við biðum lengi, hugsuðum sitthvað,
en vonuðum það besta. Og það varð.
Þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í
tólf heyrðist baulað á gluggann hjá
okkur. Það var afar kærkomið hljóð, þó
-126-