Goðasteinn - 01.09.1996, Page 132
Goðasteinn 1996
Blómsturvöllum átti þess kost á yngri
árum að vera kostaður til náms í fjöl-
listaskóla í Kaupmannahöfn af Lefolii
kaupmanni á Eyrarbakka, en skyldur
við heimilið austur í Skaftafellssýslu
bundu hann heima. Safnið í Skógum
átti fyrir allmarga muni hans í málm-
smíði og spónasmíði m.a.
Guðjón Olafsson og Gunnar Örn
Ólafsson, sonarsynir Jóns Ólafssonar
bankastjóra og alþingismanns frá
Sumarliðabæ (1868-1937), sóttu safnið
heim og færðu því brjóstmynd afa síns,
steypta í eir, gerða af Ríkarði Jónssyni,
og merka mynd af togaranum Jóni
forseta frá 1905. Inn í hana eru felldar
myndir af Halldóri Þorsteinssyni skip-
stjóra og Jóni Ólafssyni. Jón var
alþingismaður Rangæinga árin 1931-
1937 og einn af eigendum útgerðar-
félagsins Alliance hf. Hann hafði jafn-
an mikið og gott samband við sitt
gamla heimahérað, Rangárþing. „Nú er
afi kominn heim,“ sögðu þeir bræður er
þeir afhentu gjöfina.
Margrét Hannesdóttir á Keldunúpi
gaf kvensvipu smíðaða af föður hennar
Hannesi Jónssyni á Núpstað. Við
minjasafn Sigurjóns Magnússonar í
Hvammi í safninu bættust listagripir frá
börnum hans og Birni Loftssyni frá
Bakka, er gaf margt annarra góðra
gripa. Úr dánarbúi Sighvats Einars-
sonar frá Nýjabæ, pípulagningameist-
ara í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar
Vigfúsdóttur, kom góður safnfengur.
Erfingjar Högna Brynjólfssonar frá
Syðri-Úlfsstaðahjáleigu í Landeyjum
gáfu safninu nokkra góða gripi og
bækur. Áður hefur verið sagt frá merkri
safngjöf þeirra bræðra Eggerts og
Huxley Ólafssona frá Þjórsártúni þar
sem eru stofuhúsgögn frá konungs-
komunni 1907 og gestabókin með
nöfnum Friðriks VIII og Hannesar Haf-
stein og margra annarra merkra manna
og frægra. Ymsir aðrir hafa minnst
safnsins með kærkomnum gjöfum.
Gefendum eru fluttar alúðarþakkir.
Héraðsskj alasafn
I nýja safnhúsinu í Skógum hefur nú
verið sett upp Héraðsskjalasafn Vestur-
Skaftfellinga og Rangæinga í eldtraus-
tri geymslu með skjalaskápum af bestu
gerð. Safnið varðveitir þúsundir skjala
og bréfa og allmargt handrita. Em-
bættisbækur og gögn stofnana og fé-
laga hafa borist safninu á þessu ári, góð
viðbót við þann stofn sem fyrir var.
Skjöl hafa verið flokkuð og sett í
öskjur, nú þegar aðgengileg til nota. í
safninu er fyrir hendi gott handbóka-
safn í ættfræði og þjóðlegum fræðum.
Meginstofninn í því er bókasafn Ársæls
Sigurðssonar kennara og skólastjóra frá
Skammadal í Mýrdal og konu hans,
Sigurbjargar Pálsdóttur, en safnið er nú
eign Fjölbrautaskólans í Skógum.
Fræðimenn eiga þess kost að leita hér
heimilda og sérstök fræðimannsíbúð er
í safninu. Af einstökum gefendum til
skjalasafnsins á árinu skal nefnt nafn
frú Sigríðar Magnúsdóttur frá
Reynisdal, á Hverfisgötu 46 í
Hafnarfirði. Hún afhenti skjalabækur
Rjómabúsins við Deildará í Mýrdal um
árin 1901-1940 og afrit af örnefnasafni
-130-