Goðasteinn - 01.09.1996, Page 139
Goðasteinn 1996
Enni prýöir alhvít rönd
eins og silfur slegið.
Líkt og hefði listræn höncl
línur þessar dregið.
Hvort sem hann um gróna grund
geysist, eða mýri,
sporin fögur, létta lund,
lifnar ævintýri.
Þar sem engin binda bönd,
bjart er lífið sýnum.
Sæll ég um þau sólarlönd
svífá hesti mínum.
Fer ég einn um farinn veg
frjáls um leiðir kunnar.
Um mig streymir unaðsleg
angan náttúrunnar.
Yndislegan finn égfrið
fróa hugans undir.
Eins og guðlegt almættið
ætti þessar stundir.
Mildur eins og mjúkur koss
múra alla brýtur.
Sá er þetta höndlar hnoss
hamingjunnar nýtur.
*
Heim ég glaður held um sinn,
hugsa gott til fanga.
Kveð ég unga klárinn minn,
kyssi hans á vanga.
Og meira um Vögg, ort síðar:
Folinn okkar, fölrauður,
feiknar þokka gefur,
bústinn hnokki, blesóttur;
bjarta lokka hefur.
Sýnir rögg en brúnabál
blossa, töggur sanna:
Heillar Vöggur huga og sál
hestaglöggra manna.
Um annan ungan, efnilegan fola orti
ég þetta:
Haukafráa, hvassa brá
hefur knái folinn.
Silkigljáan sindrar á
silfurgráa bolinn.
Hlaupalipur; hugumstór;
höfðingssvipinn ber 'ann.
Stígur pipurt stœltur jór,
stólpagripur er 'ann.
Inn 'í sinni átti draum,
einn aðfinna svona.
Hugarkynni, heitan straurn,
—hestinn minna vona.
Um litlu Létt var ljúft að yrkja:
Sá ég hana undan öllurn
áfram skokka.
Sólargeislar gylltu hennar
gullinlokka.
Kroppar toppa, krafsar mosa,
kát og glettin.
Másar kringum mömrnu sína
margan sprettinn.
-137-