Goðasteinn - 01.09.1996, Page 141
Goðasteinn 1996
Löngum að því leiði grun,
Ijóst máflestum vera
að litla telpu Topar mun
traustum fótum bera.
Upp sitt vefur höfuð hátt,
hvergi tefur þorið.
Því mun Efi okkur brcitt
eftir gefa sporið.
Um ýmis hross orti ég þessar vísur:
Nöpur svarrar norðanátt,
nístir garri mundir.
Töltir Darri hratt og hátt,
hjarnið marrar undir.
*
Góma kitlar, ganglipur,
gleði fitlið vekur,
j)egar litli Ljúflingur
létt á bitli tekur.
Þegar feykir fönn í skjól,
folclin bleika þungan stynur.
Vindur sleikir hæð og hól,
hugurinn reikar til þín, Vinur.
*
Afram ríða vil ég Vin,
vekja þýða strengi,
heyra tíðan hófadyn
hljóma víða og lengi.
*
Ekki þvinga vil ég Vin
vel efhringar makkann.
Heyri ég slyngan hófadyn
hljóma kringum bakkann.
*
Tekur Dreyri skarpur skeið,
sköflum keyrir grundir.
Vekur eyra söngvaseið,
syngur leiran undir.
í vetrartíð verður mér hugsað til úti-
gangshrossanna:
Freðinn svörður, fönn um skörðin,
falinjörð í klaka og snjó.
Klömbruð hjörðin krafsar börðin,
kroppar örðu úr mosató.
Eitt sinn sá ég um kvöldvöku í út-
varpinu fyrir Landssamband hesta-
mannafélaga. Þar var rætt við Þorlák í
Eyjarhólum, og hann sagði frá Sindra.
Ég flutti Þorlák heim til sín að kvöldi.
A heimleið urðu til þessar stökur, ortar
í orðastað hans:
Æskukynni undir kveld,
ylja sinni manna.
Þannig finn ég arineld
endurminninganna.
Man ég hljóða morgun þann
— mynd úr sjóði vœnum.
Fyrir stóði fákur rann,
faxið glóði í blænum.
-139-