Goðasteinn - 01.09.1996, Page 144
Goðasteinn 1996
Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu:
Veðurfar í Landeyjum 1995
Janúar
Fyrri hluti mánaðarins var umhleyp-
ingasamur og voru suðaustan- og suð-
vestanáttir að mestu ráð-
andi. Á þessu tímabili var
snjókoma þrjá daga, þ.
13., 14. og 15., en að
öðru leyti skiptust á blot-
ar og snjóél. Frá 16. jan.
og til mánaðarloka voru
norðan- og norðaustanátt-
ir alls ráðandi og úr-
komulaust, með þeirri
undantekningu að þ. 30.
var rigning. Frost var á
víð og dreif um mánuð-
inn í 17 daga; komst mest í 17°C að-
faranótt þ. 17. og 13°C að kvöldi þ. 28.
Frostlausu dagana var hiti oftast á bil-
inu 1-3°C og komst mest í 5-6°C dag-
ana 3. og 12. Sólar naut í 9 daga og
voru þeir allir í seinni hluta mánaðarins
að einum undanskildum. Úrkomudagar
voru 10, en að öðru leyti skýjað.
Febrúar
Dagana 2.-5. febr. var úrkoma, rign-
ing eða snjóél, en eftir það var mánuð-
urinn úrkomulaus og norðan- og norð-
austanáttir ríkjandi og oftast mjög hæg-
ar, og geta má þess að logndagar voru
6 og er það óvenjulegt í febrúar. Frost-
dagar voru 16 og mest varð frostið
aðfaranótt þ. 7., rúmlega 15°C og 12°C
að kvöldi þ. 25., en að öðru leyti varð
frostið oft á bilinu 2-6°C
að degi til en nokkru
meira að morgni og kvöl-
di. Frostlausu dagana var
hitastig að deginum yfir-
leitt 1-3 st., varð mest 4°C
þ. 4. Sólar naut meira eða
minna 12 daga og úrkoma
var 4 daga, en að öðru
leyti skýjað.
Mars
Frá 1.-19. mars voru norðan- og
norðaustanáttir alls ráðandi og oft með
talsverðu frosti og komst nokkrum
sinnum í 6-1 1°C Mest varð frostið
aðfaranótt þ. 11., 14°C Það voru aðeins
7 dagar sem frostlaust var að morgni
og kvöldi og var dagshitinn þá 2-3°C
og komst í 6°C dagana 21., 22., 29. og
30. Þann 16. var norðanstormur og
þann dag var vonskuveður víða um
land og var þetta eini dagurinn í mán-
uðinum sem hvessti að marki. Þ. 21.
var mikil rigning, en að öðru leyti var
úrkoma hluta úr 8 dögum. Sólar naut
að meira eða minna leyti 16 daga.
-142-