Goðasteinn - 01.09.1996, Page 146
Goðasteinn 1996
voru Vestmannaeyjar hvítar af snjó. Þ.
16. var klaki í moldarjarðvegi um 30
sm. og þíða lagið ofan á klakanum 30
sm. Sólar naut meira eða minna 13
daga og úrkoma var 6 daga, mest í
formi skúra.
Júní
Sunnan- og suðvestanáttir voru rík-
jandi og mjög hægviðrasamt, veðurhæð
fór sjaldan yfir 3-4 vindst. Fyrstu 5
daga mánaðarins var hiti 8-10°C en var
að öðru leyti 11-13°C Þ. 8. komst hiti í
19°C stutta stund um hádegisbilið og í
16°C þ. 28. Þann 29. var hitinn 16-
18°C og var það hlýjasti dagur mánað-
arins. Aðfaranótt þ. 6. fór hiti 0,5 undir
frostmarkið. Þann 6. var klaki í
moldarjarðvegi 10 sm, en í sendnum
jarðvegi var þá orðið klakalaust á blett-
um. Sólar naut 8 daga og skúrir eða
rigning öðru hvoru 8 daga. Að öðru
leyti skýjað.
JÚlí
Austanátt var að mestu ráðandi í júlí
og vindar yfirleitt hægir. Það var aðeins
þ. 30. sem út af þessu brá, en þann dag
var austan stormur og var svo reyndar
um allt land. Dagana 4.-9. var hiti á bil-
inu 10-12°C og voru það lægstu hita-
tölur mánaðarins, en að öðru leyti var
einkar hlýtt. Hiti komst mest í 22°C um
stund eftir hádegi þ. 3., í 18°C þ. 10. í
19°C þ. 12. og í 17°C dagana 15., 20.
og 23. Sólar naut 11 daga og rigning
var 2 daga og að öðru leyti skýjað.
/
Agúst
Suðlægar áttir voru ríkjandi allan
mánuðinn. Hitastig var yfirleitt á bilinu
11-14°C Hiti komst mest í 17°C þ. 7.
og í 15°C dagana 11. og 18. Sólar naut
6 daga og skýjað án úrkomu 2 daga, en
alla aðra daga mánaðarins var ýmist
rigning, skúrir eða þokusúld.
September
Frá 1.-16. sept. var suðlæg átt, yfir-
leitt hæg og úrkoma lítil. A þessu tíma-
bili var hitastig yfirleitt 11-13°C og
komst stöku sinnum í 14°C Þann 9.
komst hiti í 15°C og í 16°C þ. 11. Eftir
þ. 16. tóku við hægar vestlægar áttir
með lækkandi hitastigi og aðfararnætur
22. og 23. var næturfrost. Frost var að
morgni og kvöldi 26., 27. og 28., mest
rúmlega 6°C aðfaranótt þ. 27. Að
kvöldi þ. 29. hvessti af austri og þ. 30.
voru um 10 vindst. af austri með mik-
illi rigningu nriðdegis. Sólardagar voru
5, úrkomudagar 12 og að öðru leyti
skýjað.
Október
Norð- og norðaustlægar áttir voru
alls ráðandi í mánuðinum og yfirleitt
hægar, með þeirri undantekningu þó að
mikið norðaustan hvassviðri gekk yfir
aðfaranótt þ. 24. Fyrri hluta mánað-
arins var hitastig að deginum yfirleitt
7-9°C og komst stöku sinnum í 10-
11°C Næturfrost var aðfaranætur 9.-13.
Frá 17. okt. fór hitastig niður í 4-5°C
að deginum og öðru hverju var vægt
-144-