Goðasteinn - 01.09.1996, Page 147
Goðasteinn 1996
frost að morgni og kvöldi. Aðeins einn
dag, þ. 25., fór hiti að deginum í 0°C
og að kvöldi þess dags varð jörð hvít af
snjó og var það eini snjórinn sem féll í
mánuðinum. Sólar naut að meira eða
minna leyti 14 daga, rigning 4 daga og
snjókoma hluta úr einum degi, að öðru
leyti skýjað.
Nóvember
Norðan- og norðaustanáttir voru að
mestu ríkjandi í mánuðinum og yfirleitt
fremur hægar að undanteknum dög-
unum 23. og 24., en báða þá daga var
norðan hvassviðri. Frá 1.-8. nóv. var
einkar hlýtt, 5-7°C og komst í 10°C þ.
4. og þ. 6. í 11°C Frá 9.-22. nóv. fór
hiti að deginum niður í 1-4°C og oftast
frost að morgni og kvöldi. Frá 23.-29.
var samfellt frost allan sólarhringinn og
komst mest í 8°C aðfaranætur þ. 26. og
29. Þann 30. brá til hláku með 7-8°C
hita. Sólar naut að meira eða minna
leyti 15 daga, skúrir 7 daga og rigning
4 daga, en að öðru leyti skýjað. Snjór
féll ekki í mánuðinum.
Desember
Austan- og suðaustanátt var ríkjandi
frá mánaðarbyrjun og til 18. des. A
þessu tímabili var stundum nokkuð
hvasst og komst veðurhæð í allt að 8
vindst. dagana 2., 6., 7., og 8. Frá og
með 19. des. og til mánaðarloka var
norðlæg átt og oftast fremur hæg. Það
snjóaði dálítið dagana 19. og 20. og var
það eini snjórinn sem féll í mánuð-
inum.
Frá 1.-18. des. var frostlaust að öðru
leyti en því að 1°C frost var að morgni
þ. 6. og 8. og 1°C þ. 17. Hiti komst í 7-
8°C dagana 1.-4., 7. og 9., en að öðru
leyti var hiti oftast 5-6°C Frá og með þ.
19. hófst samfelldur frostakafli sem
stóð til loka mánaðarins. Mest varð
frostið 14°C aðfaranótt þ. 22. og 11°C
aðfararnætur þ. 23., 24., 25. og 29. Á
þessu tímabili varð frost að deginum
mest 7-11 st., en fór suma daga niður í
3-6°C Á miðnætti 31. des. var kominn
1°C hiti og þar með var frostakaflanum
lokið. Sólar naut meira eða minna 9
daga, rigning 5 daga, skúrir 4 daga,
snjókoma 2 daga.
Bæirnir
Vatnahjáleiga
(fremst) og
Svanavatn.
Fljótshlíðin og
Þríhyrningur í
baksýn.
-145-