Goðasteinn - 01.09.1996, Page 149
Goðasteinn 1996
Úr fórum Guðmundar Einarssonar á Ægissíðu
Fyrir rit eins og Goðastein er mikill
fengur að fá til birtingar áður óbirtar
stökur eftir menn eins og Símon
Dalaskáld, sem öll þjóðin þekkir.
I fórum Guðmundar á Ægissíðu
voru stökur eftir Símon. Guðmundnr
tók vel þeirri málaleitan ritnefndar að
fá að birta stökurnar í Goðasteini.
Segir hann nú frá tilurð þeirra.
Fyrri vísan er um Sigurlín Stefáns-
dóttur á Ægissíðu sem lést fyrir tveim-
ur árum. Sigurlín var fædd 2. júní 1901
á Bjólu og ólst upp þar. Kom Símon oft
við á æskuheimili hennar á flakki sínu.
Vorið 1906 kom Símon einu sinni sem
oftar og vildi þannig til að Sigurlín átti
fimm ára afmæli næsta dag. I hárri elli
mundi Sigurlín vel eftir komu Símonar
og kunni að segja frá henni eins og um
nýliðinn atburð væri að ræða. Sagði
hún að Símon hefði sest á rúm í bað-
stofunni og farið að ræða við sig og
hún hefði sagt honum að daginn eftir
yrði hún fimm ára. Eftir að hafa fengið
þær fréttir hefði karlinn þagnað, róið
sér fram og aftur litla stund og síðan
kveðið þessar vísur:
Sigurlín mér yndi ól,
allt í gengur haginn.
Fimm er ára áður sól,
annan júnídaginn.
Brosir lífs um sumar svið,
svanfríð rósin falda.
En á morgun afmælið,
ætlar sitt að halda.
Og nítjánhundruð nú og sex,
náir ártal standa.
Þegar upp hér vænleg vex,
vefjan gullinbanda.
Fjórða vísan er um Torfa Jónsson á
Ægissíðu. Torfi var fæddur 16. júlí
1894 og bjó á Ægissíðu alla ævi, en
hann lést 1965. A yngri árum var Torfi
hreystimenni og þótti myndarlegur. A
seinni hluta nítjándu aldar og fyrri
hluta þeirrar tuttugustu var Ægissíða
nokkurs konar umferðarmiðstöð fyrir
sýsluna, því þar var pósthús, símstöð
og endastöð hestvagnanna. Á þessum
árum var því afar gestkvæmt á Ægis-
síðu og förumennirnir þóttu sérstakir
aufúsugestir. Símon kom þarna því oft
við á ferðum sínum og einhverju sinni
er hann kom orti hann þessa vísu um
Torfa:
Torfi stór og sterkur er,
stúlkur piltinn lofa.
Sæmdarnafn með sóma ber,
sýslumanns í Klofa.
í vísunni er vitnað til þess að Torfi,
sem var afkomandi Torfa sýslumanns í
Klofa á Landi, bar nafn hans.
147-