Goðasteinn - 01.09.1996, Page 151
Goðasteinn 1996
Guðmundur Sæmundsson Skógum:
31 árgangur af menningu
Goðasteinn 1962 -1995
Goðasteinn hóf göngu sína fyrir 34
árum, eða árið 1962. Stofnendur voru
Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómas-
son. Þeir ritstýrðu ritinu í
25 ár sem útgefendur
þess, auk þess sem þeir
áttu sæti í ritnefnd árin
1988-95 eftir að sýslu-
nefnd og síðan héraðs-
nefnd Rangæinga tóku
við útgáfunni. I þessu
greinarkorni verður fjall-
að um eina grein úr
hverju tölublaði frá upp-
hafi og efni hennar end-
ursagt í stuttu máli.
Vissulega hlýtur val mitt að vera afar
huglægt og persónubundið, en kannski
vekur það áhuga einhvers á að kynna
sér ritað frekar. Ég hef reynt að velja
efni af sem fjölbreyttustu tagi til um-
fjöllunar. í greinarlok er jafnframt birt-
ur nákvæmur efnislisti hvers heftis.
Þess ber að geta að í 25. árgangi (1986)
er birt nákvæm skrá efnis fyrstu 25. ár-
ganga, röðuð eftir stafrófsröð höfunda.
Núverandi ritnefnd hefur ákveðið að
breyta tölusetningu tölublaða. Þannig
verður rit ársins 1996 tilgreint sem 32.
árgangur, en tilgreint innan sviga að
um sé að ræða 7. árgang nýs flokks.
Þetta teljum við ekki aðeins nauðsyn-
legt vegna bókasafnara þar eð ritið
heitir sama nafni og fyrr, heldur viljum
við sýna fyrri útgefendum
þann heiður að skýrt komi
fram að núverandi útgáfa
ritsins hvílir á þeim
trausta grunni sem þeir
lögðu.
/
Pétur mikli vildi Island
Annar útgefandi rits-
ins, Jón R. Hjálmarsson,
ritar grein í 1. árgang þess
árið 1962 undir forvitni-
legu nafni, „Eitt sinn átti
að gefa Rússum Island“. Greinin fjallar
um atorkusaman norskan athafnamann,
Povel Juel að nafni, sem gerði miklar
og margháttaðar tillögur um verslunar-
mál og ríkisfjármál (Noregur tilheyrði í
þá tíð Danmörku) í upphafi 18. aldar.
Um sinn var hann yfirmaður
Grænlandsverslunar danska ríkisins og
gerði tillögur til danska konungsins um
miklar endurbætur á henni. Þegar
Danakonungur tók fálega í tillögurnar,
sneri hann sér að Svíakonungi, sem
leist mun betur á þær, en treysti sér
ekki til að hrinda þeim í framkvæmd,
þar sem það mundi leiða til styrjaldar
-149-