Goðasteinn - 01.09.1996, Page 153
Goðasteinn 1996
Suður-Vík sem nefnist „Brot úr versl-
unarsögu Víkurkauptúns“. Þar rekur
hann að Mýrdælingar og nærsveita-
menn hafi áður fyrr sótt verslun á
Eyrarbakka. Fyrsti vísir til verslunar í
Vík varð sumarið 1885, þegar hákarla-
skipið Jósefína frá Vestmannaeyjum lét
akkeri falla í Víkinni til að skipa á land
vörum til bóndans þar, Halldórs Jóns-
sonar. Tveimur árum síðar, árið 1887,
var Vík í Mýrdal löggilt höfn. Bænd-
urnir tveir á Víkurbæjunum sáu um
þessa verslun og skipakomur fyrstu
árin fyrir bændurna, en árið 1892 var
stofnað Kaupfélag Vestur-Skaftfell-
inga. Um og eftir aldamótin hætti fé-
lagið hins vegar að starfa. Verslun
J.P.T. Bryde tók til starfa í Vík sem
útibú frá Vestmannaeyjum árið 1889.
Fleiri verslanir störfuðu um lengri og
styttri tíma í Vík, og er fróðlegt að lesa
um þennan þátt í sögu þorpsins.
Sálfræði dýra, Skógaskóli og
Kunningi í Holti
Björn Guðmundsson frá Rauðnefs-
stöðum ritar athyglisverða grein í 1.
hefti 3. árgangs 1964, „Hafa skepn-
urnar sál?“ Eftir 55 ára stúss og starf
við skepnur segist hann þess fullviss að
skepnur geti haft meira vit en menn og
þar með hljóti þær að hafa sál. Til-
greinir hann mörg dæmi máli sínu til
stuðnings, mörg þeirra mjög merkileg.
2. hefti 3. árgangs árið 1964 var
helgað Skógaskóla fimmtán ára og
snýst allt efnið um það. Þetta hefti er
því ómetanleg heimild þeim sem vilja
kynna sér sögu skólans. Einn kenn-
Kunningi í Holti, mynd eftir teikningu
Ríkharðs Jónssonar.
aranna, Albert Jóhannsson skrifar
greinina „Þegar starfið hófst“, þar sem
hann segir frá fyrsta skólaárinu. I
greinarlok telur hann upp hvað orðið
hafi um þá 47 nemendur sem í skólan-
um voru þetta fyrsta skólaár. 6 starfa
15 árum síðar við landbúnað og skóg-
rækt, 14 við húsmóðurstörf, 5 við
verslunarstörf, 6 við iðnaðarstörf, 9 við
samgöngur og sjómennsku, 5 eru
háskólaborgarar, einn kennir við Hjúkr-
unarkvennaskóla Islands og einn er sér-
fræðingur í sjúkraleikfimi.
Guðrún Jakobsdóttir á Víkingavatni
skrifar greinina „Kunningi í Holti“ í 3.
hefti 3. árgangs 1964. Greinin fjallar
um Kristján Jóhannes Sigurðsson, sér-
stæðan nrann sem sr. Kjartan Einarsson
-151-