Goðasteinn - 01.09.1996, Page 156
Goðasteinn 1996
1967 eru t.d. næfurbörkur, laskasjóveð-
ur, höfðingjaborð, berandborð,
gestaborð, drepa á dyr og kollhúfur.
Raddir lesenda og gengið á jökul
„Raddir lesenda“ var fastur þáttur í
ritinu um árabil. Þar er margs konar
efni á boðstólum, frá fjölda fólks. í
fyrra hefti 7. árgangs 1968 eiga þar
efni Guðbjörg Þorsteinsdóttir á Rauð-
hálsi (um strokka), Eyjólfur Eyjólfsson
hreppstjóri á Hnausum í Meðallandi
(um Jón á Lyngum og Olaf Björnsson
lækni á Hellu), Helgi Hannesson frá
Sumarliðabæ (um Goðastein), Guðný
Helgadóttir í Ytri-Ásum í Skaftártungu
(um manninn sem ekki mátti vaða) og
Einar Sigurfinnsson (um Jón á Lyng-
um).
Jón R. Hjálmarsson ritar í síðara
hefti 7. árgangs 1968 greinina „Gengið
á Eyjafjallajökul“, en hún greinir frá
för þeirra félaga Jóns og Þórðar
Tómassonar upp á jökulinn í ágústbyrj-
un 1968. Þeir fóru fótgangandi frá
Seljavöllum og gengu á tinda jökulsins
í skínandi sól og afbragðs veðri. M. a.
skoðuðu þeir Goðastein, en skv.
þjóðsögunni faldi Runólfur goði í Dal
þar guðamyndir sínar eftir kristnitök-
una árið 1000.
100 ára kirkja og söguleg sjóferð
Ingimundur Ólafsson kennari ritar
greinina „Langholtskirkja í Meðallandi
100 ára“ í fyrra hefti 8. árgangs 1969,
en saga kirkna hefur löngum verið
áhugamál manna, svo sem eðlilegt er. I
grein þessari er á vandaðan hátt lýst
sögu þessarar merku kirkju, en greinin
er að uppistöðu erindi sem flutt var í
kirkjunni 18. ágúst árið 1963.
Katrín Jónasdóttir ritar greinina
„Fyrsta sjóferðin mín“ í síðara hefti 8.
árgangs 1969, en hún hafði flutt hana
um 20 árum áður á fundi í Kvenfélagi
Fljótshlíðar. í þessari grein segir Katrín
frá ferð sinni frá Landeyjasandi til
Vestmannaeyja og til baka um það bil
viku síðar. Þetta var mikil svaðilför,
einkum ferðin til lands, enda undir
stjórn óvans unglings.
Þórdís í Meiri-Tungu og
merkisær á Hafa
Þórður Tómasson birtir í fyrra hefti
9. árgangs 1970 endurminningar merk-
iskonu, sem hann hefur tekið saman og
fært í letur. Greinin heitir: ,,„Ég man
þá tíð“ - Minningar Þórdísar í Meiri-
tungu.“ Þarna er greint frá helstu ævi-
atriðum Þórdísar, sem var dóttir Þórðar
í Hala Guðmundssonar alþingismanns
og forvígismanns Stokkseyrarfélagsins.
Þórdís fæddist árið 1885, og var því
hálfníræð þegar minningar þessar birt-
ust. Hún er nú látin.
Steinþór Þórðarson á Hala ritar í
síðara hefti 9. árgangs 1970 greinina
„Þrjár mæðgur“. Andstætt því sem
halda mætti íjallar grein þessi um þrjár
merkisær á Hala, þær Morsu, Morsu-
Yrsu og Morsu-Hnýflu. Þessar ær þóttu
svo sérstakar að ekki var fært frá þeim
á haustin. í greininni segir frá ýmsu
sem fyrir þessar ær bar, svo og er
nokkuð sagt frá afkvæmum þeirra.
-154-