Goðasteinn - 01.09.1996, Side 158
Goðasteinn 1996
gangur að prófritgerð Jóns á cand.
philol.-prófi hans við Óslóarháskóla
árið 1954.
Halldór Vigfússon ritar í síðara hefti
12. árgangs 1973 greinina „Rauðnefs-
staðahjónin Þuríður og Þorgils“. Þar
rekur hann í vandaðri grein helstu ævi-
ágrip merkishjónanna Þorgils Jóns-
sonar og Þuríðar Pálsdóttur. Einnig
birtir hann ýmsar smellnar frásagnir af
tilsvörum og litlum atvikum sem oft
lýsa viðkomandi betur en langt mál.
Ein sagan er afar stutt:
„Eitt sinn heyrði Þorgils nágranna
sinn telja fram á manntalsþingi.
Heyrðu menn hann þá tauta fyrir
munni sér:
„Fáir Ijúga meira en helming. “
Nágranninn brást reiður við og vildi
leita vitna, en engum vitnum varð við
komið, því að engan nefndi Þorgils. “
Landeyjasmælki og ævisaga
Guomundar dullara
Björg Jónsdóttir í Ásólfsskála ritar í
13. árgang 1974 og fleiri árganga ýms-
ar minnisgreinar um þjóðfræði. Hún er
ættuð úr Landeyjum og nefnir brot sín
þess vegna „Hagalagðar úr Landeyj-
um“. 1 grein þessa árgangs segir hún
frá mörgu, m.a. veðri og skýjafari, út-
róðrum, snjókrapi, önglum, sjóklæð-
um, meltekju og hárkömbum.
Guðmundur Árnason sem kallaður
var„dúllari“ á grein í 14. árgangi 1975,
en það er hvorki meira né minna en
sjálfsævisaga hans, sem hann skrifaði
skömmu eftir aldamót. Guðmundur
dúllari fæddist árið 1833 á Akurey í
Vestur-Landeyjum og var landsþekktur
ferðalangur og hagyrðingur. Hann lést í
Fljótshlíðinni, á Barkarstöðum, árið
1913. Frásögn Guðmundar er í senn
átakanleg og leiftrandi skemmtileg.
/
Gamlar minningar og Alandseyjar
Guðlaug Guðjónsdóttir frá Hlíð,
síðar lengi húsfreyja í Núpakoti undir
Eyjafjöllum, skrifar minningaþátt í 15.
árgang árið 1976 undir heitinu „I föð-
urgarði fyrrum“. Þar segir hún frá for-
eldrum sínum, búskaparháttum þeirra
og aðstæðum og ýmsu sem varðar
búskapinn, matvæli, skepnuhald og
fleira. Greinar af þessu tagi hafa alltaf
verið veigamikill og þýðingarmikill
hluti efnis Goðasteins.
í 16. árg. 1977 ritar Jón R. Hjálm-
arsson sagnfræðingur áhugaverða
kynningu á Álandseyjum. Grein Jóns
ber heitið „Eyríkið fagra í Eystrasalti“
og er alhliða kynning í stuttu máli á
þessu litla ríki sem Islendingar vita
almennt svo lítið um. Þarna greinir frá
sögu eyjanna, helstu landfræðilegum
einkennum, samfélaginu sem þar býr,
atvinnulífi og menningu.
Jarðskjálftinn 1912 og sauðaþjóf-
naður
Kristín Skúladóttir frá Keldum rit-
aði í 17. árgang 1978 grein undir nafn-
inu „Jarðskjálftakippurinn mikli 6. maí
1912“. Sjaldgæft er að fólk muni svo
vel atburði sem gerast í barnæsku
þeirra, en sennilega hefur þessi atburð-
ur orkað svo sterkt á barnssálina, að
-156-