Goðasteinn - 01.09.1996, Side 160
Goðasteinn 1996
Smásaga og ferðasaga eftir
Jón R. Hjálmarsson
I 23.-24. árgangi birtir annar rit-
stjóranna, Jón R. Hjálmarsson, smá-
sögu eftir sjálfan sig. Heitir hún
„Sjaldan hef ég orðið eins hissa“ og
greinir frá sögumanni sem er leiðsögu-
maður með erlendum ferðalöngum.
Hann verður fyrir því óhappi að einn
skjólastæðinga hans slasast og spinnst
söguþráðurinn um það.
Jón R. Hjálmarsson ritar í 25. ár-
gang 1986 ferðasöguna „í Texas var
gott að vera“. Segir þar frá ferð Jóns
sem farastjóri í ferð með fimm unga
íslenska Rotarymenn til Texas. Ferða-
saga þessi er hin fjörugasta, enda gerð-
ist margt í ferðinni, sem farin var árið
1980 og stóð í sex vikur.
Nýr flokkur
Héraðsnefnd tekur við af
sýslunefnd
Friðjón Guðröðarson sýslumaður
var aðalhvatamaður þess að Goða-
steinn kæmi út áfrarn, eftir að þeir fé-
lagar Jón R. Hjálmarsson og Þórður
Tómasson hættu útgáfu hans. Hann
ritar grein í 26. árgang 1988 eða 1.
árgang nýs flokks, sem ber heitið
„Sýslunefndin“. Greinin er rituð í
tilefni þess að sýslunefndir voru lagðar
niður frá árinu 1989 skv. nýjum lögum,
en í þeirra stað komu héraðsnefndir. I
greininni segir Friðjón frá starfi
sýslunefndar Rangárvallasýslu árin
1956 - 1988. Þar kennir auðvitað mar-
gra grasa og margt er þar forvitnilegt
nefnt.
Minningargreinar frá prestum
Með nýjum útgefendum var tekin
upp sú venja að birta í ritinu æviminn-
ingar allra látinna Rangæinga á undan-
gengnum árum. Um skrif þessara ævi-
minninga hafa prestarnir í prófast-
dæminu séð. Þeir sem skrifað er um í
27. árgangi 1991 eru fólk sem lést árin
1987-89.
Annálar sveitarfélaga,
hellar í Ran^árvallasýslu og
Oddakirkja
Þegar nýr flokkur Goðasteins hóf
göngu sína, hófst um leið nýr efnis-
flokkur, annálar hreppa Rangárvalla-
sýslu. Síðar bættust við annálar sókna
og félaga í héraðinu. í 28.-29. árgangi
1992-93 eru annálar 9 hreppa af 11,
þ.e. Austur-Eyjafjallahrepps, Vestur-
Eyjafjallahrepps, Austur-Landeyja-
hrepps, Hvolhrepps, Fljótshlíðarhrepps,
Rangárvallahrepps, Djúpárhrepps,
Holtahrepps og Landmannahrepps.
í 30. árgang 1994 ritar Eyjólfur
Guðmundsson frá Heiðarbrún grein
sem hann nefnir „Ritgerð um hella í
Rangárvallasýslu“. Það sem gerir grein
þessa kannski enn meira spennandi en
ella er undirheiti hennar, „Var byggð á
Rangárbökkum fyrir norrænt land-
-158-