Goðasteinn - 01.09.1996, Page 173
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sveitarfélög
viðbyggingar í Skógum. Bókfærður bygg-
ingarkostnaður áranna 1988 til 1995 er
þannig:
Heildarkostnaður kr. 69.345.312
Skipting kostnaðar:
Héraðsnefnd Rangæinga
Héraðsnefnd Vestur-
Skaftfellssýslu
Framlag ríkissjóðs og
Skógasafns
Framlag Sýslunefndar
Rangárvallasýslu
kr. 42.025.280
kr. 14.008.425
kr. 12.714.200
kr. 597.407
Sé byggingarkostnaður hvers árs fram-
reiknaður m.v. vísitölu kemur í ljós að
heildarkostnaður við nýbygginguna á
verðlagi ársins 1995 var kr. 78.053.000.
Framlag sýslnanna tveggja til þessa mann-
virkis er mikið, ekki síst þegar litið er til
þess að íbúar svæðisins eru innan við
5.000. Þessi stórhuga framkvæmd mun
nýtast héraðsbúum um ókomin ár.
Bygging F.Su.
Samkvæmt samningum urn Fjöl-
brautaskóla Suðurlands greiða Rangæingar
8,5% af byggingarkostnaði skólans. Hinn
nýi byggingaráfangi við skólann hefur bætt
aðstöðu nemenda og kennara til muna og
víst er að skólinn hefur auðveldað Rang-
æingum að sækja framhaldsnám. Greiðslu-
byrði Héraðsnefndar Rangæinga vegna
byggingarinnar er u.þ.b. 3 milljónir árlega
fram til ársins 2001 en lækkar þá veru-
lega.
Önnur mennta- og menningarmál
Nýbygging við Skógasafnið og bygging
Fjölbrautaskóla Suðurlands eru fjárfrek-
ustu útgjaldaliðir héraðsnefndarinnar. Auk
þeirra sinnir nefndin fjölda annarra verk-
efna bæði lögbundnum og „heimatilbún-
um“. Meðal verkefna sem lúta að rnennta-
og menningarmálum má nefna útgáfu
Goðasteins og ritun sögu Sýslunefndar
Rangárvallasýslu. Pálmi Eyjólfsson á
Hvolsvelli hefur undanfarin ár safnað
gögnurn og skráð sögu þessa og vonandi
hillir senn undir útgáfu bókarinnar. Ekki er
að efa að margan fróðleiksmolann verður
að finna í bókinni. Héraðsnefndin hefur
haft forgöngu um Héraðsvöku Rangæinga
og hafa sveitarfélögin í sýslunni skipst á
um að standa fyrir skemmtuninni. Vorið
1995 kom í hlut Rangárvallahrepps að
annast vökuna og var af því tilefni efnt til
sýningar á handverkum rangæskra lista-
manna á Hellu. Héraðsnefndin samþykkti í
árslok 1995 að koma á fót menningar-
málanefnd til þess m.a. að stuðla að auknu
framboði af fjölbreytilegu menningarefni í
héraðinu. Af öðrum þáttum menningar-
mála má nefna stuðning héraðsnefndar-
innar við hið merka áhugamannafélag
Oddafélagið, þátttöku í aldarminningu
Klemenzar Kristjánssonar á Kornvöllum,
útgáfu ferðabæklings um Rangárvallasýslu
og aðstoð við kynningu á Skógaskóla. Þá
styrkti nefndin Heklumiðstöðina á
Brúarlundi, Héraðsbókasafn Rangæinga,
Veiðifélag Rangæinga vegna eyðingar
vargfugls, Landgræðslu ríkisins vegna
kynningarmyndar um uppgræðslu í
Þórsmörk, Héraðssambandið Skarphéðin,
Samb. sunnlenskra kvenna, söngkóra,
björgunarsveitir og Golfklúbb Hellu vegna
landsmóts í golfi sem fram fór á
Strandarvelli sumarið 1995. Skógræktar-
félag Rangæinga fékk styrk að fjárhæð kr.
1 milljón úr héraðssjóði, en mikill og
góður árangur hefur náðst á vettvangi
skógræktarfélagsins undanfarin ár undir
forystu Markúsar Runólfssonar. Meðal
lögbundinna verkefna héraðsnefndar eru
almannavarnir. Nokkrum fjármunum er
varið árlega til þessa málaflokks og var að
þessu sinni lögð sérstök áhersla á uppsetn-
ingu fjarskiptamasturs á Hellu. Héraðs-
nefnd Rangæinga tekur þátt í nefndarstarfi
um skipulag miðhálendis Islands ásamt
-171-