Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 175
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sveitarfélög
Austur-Eyj afj allahreppur
Mannfjöldi
Ibúar í Austur-Eyjafjallahreppi voru
170 talsins 1. desember 1995, 91 kona og
79 karlar. Hafði hreppsbúum fækkað um
17 manns frá árinu á undan, en þá voru
íbúar 187. Alls eru 48 heimili í hreppnum,
þar af 15 í þéttbýliskjarnanum í Skógum.
Eins og sést á meðfylgjandi töflu, þá
hefur nautgripum og sauðfé fækkað all-
nokkuð frá árinu 1994, að mestu vegna
framleiðsluskerðingar í þessum búgrein-
um. Þetta er mikið áhyggjuefni í sveitar-
félagi þar sem 2/3 hlutar heimila byggja
afkomu sína á hefðbundnum landbúnaði.
En Austur-Eyjafjöll eru búsældarleg sveit
og þrátt fyrir framleiðsluskerðingu stendur
landbúnaður víða með blóma. Fjögur
búgreinafélög eru starfandi í hreppnum,
þ.e. búnaðarfélag, sauðfjárræktarfélag,
nautgriparæktarfélag og hrossaræktarfélag.
Fjöldi bújarða var 29 í árslok.
Bústofn 1993 1994 1995
Nautgripir 1.163 1.209 994
Sauðfé 2.263 2.291 2086
Hross 493 518 499
Svín 35 43 46
Endur og gæsir 49 45 43
Hænsni 132 111 137
Framkvæmdir
Þann 7. júní 1995 hófst borun eftir
heitu vatni í svonefndu Fjósagili vestast á
lóð Skógaskóla. Það voru Austur-
Eyjafjallahreppur, Skógaskóli og Byggða-
safnið í Skógum sem stóðu í sameiningu
að boruninni, en Jarðboranir hf. sáu um
framkvæmdina. Boruð var 1200 m djúp
hola sem gefur u.þ.b. 2,5 sekúndulítra af
45°C heitu vatni í sjálfrennsli, en með
dælingu má fá mun meira vatn, eða allt að
18-20 sek.l. samkvæmt mati sérfræðinga.
Holan var fóðruð niður á 240 m, en með
dýpri fóðringu má fá allt að 70 stiga heitt
vatn. Er talið að þetta vatnsmagn dugi
öllum staðnum til upphitunar. Kostnaður
við borunina var 14,5 millj. króna og er
hlutur hreppsins 41%, Skógaskóla 40% og
Byggðasafnsins 19%.
Arangur af þessari borun verður því að
teljast góður, sérstaklega þegar haft er í
huga að Skógar eru á „köldu“ svæði
samkvæmt mati Orkustofnunar sem taldi
litlar líkur á að hér myndi finnast nýtanleg-
ur jarðhiti. Þessi árangur hefur vakið mikla
alhygli og áhuga um land allt og hefur gert
það að verkum að endurskoða verður mat á
hinum svokölluðu köldu svæðum landsins
með tilliti til jarðhita. Vonandi verður þetta
til þess að fleiri þéttbýlisstaðir fá heitt vatn
á komandi árum.
Olafitr Eggertsson hreppsnefndarmaður
við borinn, eftir að árangur kom í Ijós.
-173-