Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 179
ANNALAR
Goðasteinn 1996 Sveitarfélög
Á vegum nýstofnaðs félags, Skála ehf.,
var borað eftir heitu vatni í landi Ásólfs-
skála með þeim árangri að nýtanlegt er um
3 ltr/sek. með dælingu af rúmlega 50 gráðu
heitu vatni. Borholan er rúmlega 1000
metra djúp.
í hreppnum voru 2 íbúðarhús í bygg-
ingu á árinu.
Atvinnumál
Á flestum býlum í hreppnum er
hefðbundinn landbúnaður, en þó fjölgar
þeim sem leita sér vinnu utan bús.
Búfjáreign í hreppnum haustið 1995 var
eftirfarandi samkvæmt forðagæslu-
skýrslum:
Kýr 635, kvígur 262, geldneyti 279, og
kálfar 305. Nautgripir því alls 1.481.
Fjölgun um 4% frá milli ára.
Ær voru 4.115, hrútar 143 og gemlingar
751, alls sauðfé 5.009. Fækkun um 14%
frá fyrra ári.
Hross voru 781, fiðurfé 147 og nrinkar
347.
Heyfengur var 41.109 m^, kornupp-
skera 56,6 tonn, kartöflur 9 tonn.
Innlögð mjólk í Mjólkurbú Flóamanna
var 2.245.047 lítrar.
Skólahald
Börn í grunnskóla voru haustið 1995
alls 42 og var skólahald með sama formi
og verið hefur.
Sveinbjörn Jónsson.
Austur-Landeyj ahreppur
íbúar í hreppnum voru 193 þann 1.
desenrber 1995 og fækkar þeim um 5 frá
fyrra ári. Lögbýlum hefur ekki fækkað, en
nokkur hreyfing er á íbúatölu vegna
erlends verkafólks og einnig er meira um
það nú en áður að fólk verði að flytja
lögheinrili sitt vegna atvinnu í öðru
sveitarfélagi.
Landbúnaður
Eins og fyrr stendur hefðbundinn land-
búnaður nokkuð sterkur og á það einkum
við um mjólkurframleiðslu. Innlögð mjólk
í Mjólkurbú Flóamanna var 2.419.857
lítrar og jókst um 4,83%. Heyskapartími
og vinna við heyskap hefur breyst mikið
nreð tilkomu rúllutækninnar og er nú mest-
ur hluti kúafóðurs heyjaður frá 25. júní til
10. júlí. Hrakningur töðu á velli eða efna-
tap í hlöðu er orðið hverfandi vandamál og
sparast með því án efa gífurleg verðmæti.
Bústofn var samkvæmt forðagæsluskýrsl-
um þessi: Nautgripir: 1.898, fjölgar um 56,
sauðfé: 3.915, fækkar um 180, hross:
2.536, fjölgar um 102 og fiðurfé: 109,
fjölgar um 20.
Byggrækt hefur verið stunduð í nokkur
ár og er fyrirtækið Akrafóður hf. starfrækt
á Brúnum. Hefur það þurrkað framleiðsl-
una og malað, en færir nú út kvíarnar og
stefnir á að framleiða fullunnið skepnu-
fóður úr innlendunr sem erlendum afurð-
um. Framkvæmdastjóri þess er Magnús
Finnbogason á Lágafelli.
Framkvæmdir
Helstu framkvæmdir hreppsins voru
þær að grafinn var upp svokallaður Stóri-
skurður, en hann tekur við nær öllu af-
rennslisvatni sveitarinnar og leiðir til sjá-
-177-