Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 190
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Mosfell h.f. hóf byggingu nýs hótels á
Hellu, en þar hefur starfsemi aukist mikið
frá ári til árs. Upplýsingamiðstöð fyrir fer-
ðamenn var rekin af Aðalheiði Högna-
dóttur. Hestaleiga var starfrækt af Sigurlín
Guðmundsdóttur og Hjördísi Oddsdóttur
af miklum myndarbrag .
Mannfagnaðir
Þorrablót var haldið að hefðbundnum
hætti, sem heimamenn sjá um. Héraðsvaka
var haldin í Hellubíói í maí í umsjón
Rangvellinga og tókst vel. I ágúst voru
Töðugjöld haldin í annað sinn og tókust
vel eins og þau fyrri. Fallhlífastökkvari
var nýkjörinn alþingismaður ísólfur Gylfi
Sveitarfélög
Pálmason. A Gaddstaðaflötum eru haldin
mikil hestamót hvert sumar, en þar er ein
besta aðstaða á landinu til að halda slík
mót. I Rangárvallahreppi er mjög góð
aðstaða fyrir flugáhugamenn, en í hrepp-
num eru nokkrir flugvellir. Hvert sumar
eru haldin svifflugumót á Hellu.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu hafði umsjón
með áramótadansleik í Hellubíói.
Málþing var haldið í Grunnskólanum á
Hellu um stofnun skólaskrifstofu.
Rangárvallahreppur hefur komið sér
upp heimasíðu á Internetinu og er veffang-
ið http://www.smart.is/rang.
Drífa Hjartardóttir, Keldurn
Holta- og Landsveit
íbúar Holta- og Landsveitar 1. desern-
ber 1995 voru 384 og hafði fjölgað um 7
frá árinu áður.
Karlar voru 202 og konur 182. Börn í
grunnskóla voru um 70.
Arferði var allgott, lítið um hörð
vetrarveður eða samgönguvandamál vegna
snjóa og þótt jarðklaki væri verulegur eftir
veturinn, tók hann upp án mikillar úrkomu,
þannig að malarvegir héldust víðast færir,
nema stór hluti Arbæjarvegar varð ófær
um all langan tíma vegna aurbleytu, enda
vegurinn orðinn mjög veikur vegna skorts
á ofaníburði.
Búskapurinn
Heyfengur varð mikill og hey yfirleitt
góð, þótt óþurrkatíð um mitt sumar spillti
nokkuð verkum.
Búfé samkvæmt ásetningsskýrslum
var: Nautgripir 2.005, þar af mjólkurkýr
665, sauðfé 6.680, hross 2.872, gyltur og
grísir 95, refir og minkar 836.
Þetta eru nokkuð sambærilegar tölur
við árið á undan, nema í loðdýrunum, en
annað af tveimur loðdýrabúum í sveitinni
hætti rekstri á tímabilinu.
Atvinnumál og framkvæmdir
A árinu lauk átaksverkefni í atvinnu-
málum sem sveitarfélögin í utanverðri
Rangárvallasýslu stóðu að. Atvinnuleysi
hefur verið nokkurt vandamál í Holta- og
Landsveit, og enn sem fyrr brýnt verkefni
að leita nýrra atvinnutækifæra.
Helstu framkvæmdir á vegum sveitar-
félagsins voru að á Laugalandi var unnið
að ýmsum viðhaldsverkefnum í eldri bygg-
ingum skólans, unnið við málningarvinnu
við nýbyggingar, lagt gólfefni á bókasafn
og gengið frá forstofu og snyrtingum við
áhorfendasvæði íþróttasalar. Gerðar voru
-188-