Goðasteinn - 01.09.1996, Page 197
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
Prestaköll og sóknir í
Rangárvallaprófastsdæmi
Sex prestaköll eru í Rangárvalla-
prófastsdæmi. Þau eru þessi:
1. Holtsprestakall, nreð Eyvindar-
hólasókn, Asólfsskálasókn og Stóra-
dalssókn. Sóknarprestur er sr. Halldór
Gunnarsson.
2. Bergþórshvolsprestakall, með Kross-
sókn og Akureyjarsókn. Sóknarprestur er
sr. Páll Pálsson.
3. Breiðabólsstaðarprestakall, með
Breiðabólsstaðarsókn og Hlíðarendasókn.
Sóknarprestur er sr. Sváfnir Sveinbjarnar-
son, sem jafnframt er prófastur Rangár-
vallaprófastsdæmis.
4. Oddaprestakall, með Oddasókn,
Stórólfshvolssókn og Keldnasókn. Sóknar-
prestur er sr. Sigurður Jónsson.
5. Kirkjuhvolsprestakall, með Hábæjar-
sókn, Árbæjarsókn og Kálfholtssókn.
Sóknarprestur er sr. Auður Eir Vi 1 -
hjálmsdóttir.
6. Fellsmúlaprestakall, með Skarðs-
sókn, Marteinstungusókn og Hagasókn.
Sóknarprestur er sr. Halldóra J. Þorvarðar-
dóttir.
Þá er starfandi hvítasunnusöfnuður í
Rangárþingi, við Hvítasunnukirkjuna í
Kirkjulækjarkoti. Forstöðumaður safn-
aðarins er Hinrik Þorsteinsson.
Þessara prestakalla verður nú allra getið
hér á eftir, í sömu röð. Sé annars ekki
getið, eru annálarnir frá sóknarprestunum.
En fyrst er þó greinargerð frá prófasti um
prófastsdæmið.
Rangárvallaprófastsdæmi
Biskupsvísitasía
Þegar litið er yfir kirkjustarfið í
Rangárvallaprófastsdæmi árið 1995 verður
hvað eftirminnilegust heimsókn biskups
íslands herra Ólafs Skúlasonar, og konu
hans, frú Ebbu Sigurðardóttur. Vísiteraði
biskup allar kirkjur og söfnuði prófasts-
dæmisins dagana 28. júlí til 2. ágúst og
29.-31. ágúst. Auk þess að prédika í öllum
kirkjunum og ræða við sóknarnefndir á
hverjum stað, heimsótti biskup einnig
dvalarheimili aldraðra að Lundi og Kirkju-
hvoli, gæsluvistarhælið Akurhól og nýlega
stofnað heimili Barnaheilla að Geldinga-
læk.
Voru biskupshjónunum hvarvetna veitt-
ar hinar höfðinglegustu móttökur á kirkju-
stöðum, prestssetrum, í félagsheimilum,
stofnunum og á einkaheimilum. Að lokinni
guðsþjónustu og kirkjuskoðun á hverjum
stað nutu þau gestrisni og góðra stunda í
boði sóknarnefnda og kirkjubænda.
Sóknarnefndir höfðu vandað vel til
undirbúnings vísitasíunnar, bæði með því
að fegra og snyrta kirkjur og kirkjugarða
og eins höfðu þær gert eða látið gera
kirkjuskrá hverrar kirkju, þar sem lýst er
gerð kirkjunnar og rakin byggingarsaga og
viðhald hennar, skráður búnaður og munir,
gjafir og gefendur þeirra og ýnris fróð-
-195-