Goðasteinn - 01.09.1996, Side 199
Sóknir
Goðasteinn 1996
ANNÁLAR
Á héraðsfundinum flutti Sigurður
Grétar Sigurðsson erindi um æskulýðsstarf
og Anna Sigurkarlsdóttir flutti þar einnig
erindi um kirkjustarf fyrir aldraða á vegum
ellimálanefndar þjóðkirkjunnar. í fram-
haldi af því samþykkti héraðsfundurinn
tillögu sr. Halldórs Gunnarssonar um
stofnun ellimálanefndar prófastsdæmisins,
er starfa skal á svipuðum grundvelli og
æskulýðsnefndin. Einnig var samþykkt
tillaga sr. Sigurðar Jónssonar um að vinna
að því að koma upp kapellu og líkhúsi við
hjúkrunarheimilið Lund á Hellu.
Almennt starf
Hið almenna og hefðbundna kirkjustarf
var allt með sama sniði og undanfarin ár
og í sínum föstu skorðum á helgum og
hátíðum um ársins hring. Kirkjukórarnir
höfðu yfirleitt vikulegar söngæfingar meiri
hluta ársins auk þess að syngja við allar
guðsþjónustur og aðrar athafnir í kirkj-
unum. Kórfólkið og söngstjórarnir vinna
því mikið og óeigingjarnt starf í þágu
kirkjunnar sem síst má gleyma og meta og
þakka, en sönggleðin og lofgjörðin við
helga þjónustu í kirkjunni gefur líka rnikið
á móti. Annað starfsfólk kirkjunnar svo og
sóknarnefndarfólk og allir þeir, sem láta
sér annt um kirkjuna sína, inna af hendi
nrikilvæga þjónustu söfnuði og samfélagi
til uppbyggingar en Guði til dýrðar.
Héraðsnefnd prófastsdæmisins skipa
auk prófasts þeir sr. Halldór Gunnarsson í
Hoiti og Haraldur Júlíusson í Akurey.
Fulltrúi prófastsdæmisins í stjórn Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar er sr. Halldóra J.
Þorvarðardóttir í Fellsmúla. Fuiltrúar pró-
fastsdæmisins á Leikmannnstefnu eru þau
Haraldur Júlíusson og Margrét Björgvins-
dóttir. Endurskoðendur reikninga prófasts-
dæmisins eru þeir Jón Kristinsson á Lamb-
ey og Kristján Mikkelsen í Stóru-Mörk.
Samstarfsfólki öllu, prestum og söfnuðum
í prófastsdæminu, eru færðar þakkir fyrir
ágæt samskipti og samvinnu á árinu.
Sváfnir Sveinbjarnarson
Holtsprestakall
/
Eyvindarhólasókn, Asólfsskálasókn og Stóradalssókn
Sóknirnar þrjár í Holtsprestakalli eiga
mikið samstarf sín á milli. Þess vegna er
hér birtur einn annáli sameiginlegur frá
þeim öllum. Er hann að mestu byggður á
fundargerð sameiginlegs fundar allra sókn-
arnefndanna, safnaðarfulltrúanna, með-
hjálpara og organista prestakallsins 22.
janúar 1996. Siíkur fundur er haldinn
árlega til að fara yfir starf undangengins
árs.
Hefðbundnar guðþjónustur fyrir utan
sérathafnir voru í Eyvindarhólakirkju 11, í
Ásólfskálakirkju 7 og Stóra-Dalskirkju 6.
Á árinu voru skírð 3 börn, öll utan presta-
kallsins, en 2 ættuð héðan. Tvö fermingar-
börn voru fermd í Eyvindarhólakirkju 17.
apríl og fjögur í Ásólfsskálakirkju á hvíta-
sunnudag 4. júní. Ein hjónavígsla var
framkvæmd af aðila utan prestakallsins.
Fimrn jarðarfarir fóru fram, fjórar innan
prestakallsins.
Biskupsvísitasía var á árinu, í ágústlok,
og tókst vel.
Bygging Skógakirkju stóð yfir á árinu,
en hún var tiibúin að utan fyrir árslok og er
stefnt að því að hún verði fullbúin síðari
197-