Goðasteinn - 01.09.1996, Page 201
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
Akurey í fardögum 1941 ásamt fjölskyldu
sinni. Hann var kosinn í sóknarnefnd
Akureyjarkirkju árið 1943 og átti þar sæti
til ársins 1972 eða í 29 ár og var allan þann
tíma formaður nefndarinnar. Hann var
safnaðarfulltrúi Akureyjarkirkju 1947-
1981 og meðhjálpari 1950-1984, hringjari
1967-1984. Hann lést á Sjúkrahúsi Suð-
urlands 10. nóvember 1989.
Sigurlín Árnadóttir var fædd í Efri-Ey
(Uppbænum) í Meðallandi 8. desember
1905. Hún tók virkan þátt í safnaðarstarfi
og sá um hirðingu á Akureyjarkirkju frá
árinu 1943-1968. Þá er ótalinn merkur
þáttur í starfi hennar fyrir kirkjuna, sem
var að gefa kirkjugestum kaffi að lokinni
guðsþjónustu, en bæði voru þau hjón mjög
gestrisin og varð stundunr fjölmenni á
heimili Sigurlínar í Akurey á messu-
dögum. Veitingar voru ekki skornar við
nögl og oft var glatt á hjalla.
Sigurlín lést á Hammersmith sjúkra-
húsinu í London 18. febrúar 1969.
Á árinu voru endurnýjaðar grindur í
sáluhliði. Eru þær smíðaðar í vélsmiðju
Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli.
Hliðgrindurnar eru því sem næst eins og
þær eldri voru, en þær voru teiknaðar og
smíðaðar árið 1950 af Bjarna Helgasyni
járnsmíðameistara á Hvolsvelli.
I sóknarnefnd Akureyjarkirkju árið
1995 eru: Haraldur lúlíusson Akurey I,
formaður og safnaðarfulltrúi. Anna
Margrét Ingólfsdóttir Álfhólahjáleigu,
gjaldkeri og Jóhann Nikulásson Akurey II,
ritari.
Sóknarnefndarmenn til vara eru:
Hrefna Magnúsdóttir Sigluvík, Bjarg-
mundur Júlíusson Akurey I og Sigríður
Valdimarsdóttir Álfhólum.
Varasafnaðarfulltrúi er Edda Karlsdóttir
Bergþórshvoli I.
Haraldur Jídíusson
Krosssókn
íbúafjöldi í Krosssókn 1. des. 1995 var
195.
Kirkjustarf var hefðbundið á árinu.
Miklar endurbætur voru unnar á Kross-
kirkju. Skipt var um alla glugga og klæðn-
ingu á veggjum að utanverðu. Tréverk var
lagað eftir þörfum. Um verk þetta sá Helgi
Guðmundsson byggingameistari á Sel-
fossi. Arkitekt var Magnús Skúlason hjá
húsfriðunarnefnd ríkisins. Gekk verk þetta
mjög vel og lauk í ágústmánuði 1995.
Næst er framundan að skipta um úti-
dyrahurð, lagfæra aðkomu að kirkju, m.a.
fyrir hjólastóla, og að setja upp jarðfasta
flóðlýsingu.
í sóknarnefnd 1995 eru: Sveinbjörn
Benediktsson formaður, Guðrún Aradóttir
gjaldkeri og Þráinn Þorvaldsson ritari.
Safnaðarfulltrúi er Þorsteinn Þórðarson.
Þráinn Þorvaldsson
-199-