Goðasteinn - 01.09.1996, Qupperneq 202
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
Breiðabólsstaðarprestakall
Breiðabólsstaðarsókn
1. desember 1995 voru íbúar Breiða-
bólsstaðarsóknar 148 talsins, konur 65 og
karlar 83. Þar af voru 34 undir 16 ára aldri
og 22 eldri en 66 ára.
Arið 1995 voru sex börn skírð í
Breiðabólsstaðarkirkju og þar voru einnig
fermd sex börn. Ein hjónavígsla fór fram í
kirkjunni. Jarðarfarir voru tvær.
Guðsþjónustur voru 13 og auk þess
nokkrar helgistundir með ferðafólki. Mjög
fjölmenn aðventusamkoma var haldin í
kirkjunni 8. des. með söng og upplestri og
helgileik sem nemendur og kennarar
Barnaskóla Fljótshlíðar sáu um.
Kirkjukór Fljótshlíðar syngur í báðum
kirkjum prestakallsins undir stjórn
Margrétar Runólfsson organista í Fljótsdal.
Stjórn kórsins skipa: Ragnhildur Svein-
bjarnardóttir, Fambey formaður, Guðný
Geirsdóttir, Smáratúni og Jón Ólafsson,
Kirkjulæk.
Sumarið 1995 var haldið áfram við-
gerðum þeim á kirkjunni, sem hafnar voru
árið áður. Var turn kirkjunnar allur
endurnýjaður og gert við þann hluta þaks
sem að turninum snýr. Við þetta unnu
sömu menn og árið áður, þeir Oddgeir
Guðjónsson frá Tungu, Sigurður Sigurðs-
son, byggingameistari, Hvolsvelli og
Kristján Sigurðsson, Hvolsvelli.
I sóknarnefnd 1995 eru: Jón Krist-
insson, Fambey, formaður, Guðbjörg
Júlídóttir, Staðarbakka og Hrund Foga-
dóttir, Núpi. Safnaðarfulltrúi er Jón Krist-
insson, Fambey.
Hlíöarendasókn
1. desember 1995 voru íbúar Hlíðar-
endasóknar 131 talsins, 52 konur og 79
karlar. Þar af voru 34 undir 16 ára aldri og
12 eldri en 66 ára.
Arið 1995 voru tvö börn skírð í
Hlíðarendakirkju og ein hjónavígsla fór
þar fram og ein jarðarför.
Guðsþjónustur voru 11 auk helgistunda
með ferðahópum. Um kirkjukór og
söngstarf gildir hið sama og áður segir um
Breiðabólsstaðarsókn. Héraðsfundur pró-
fastdæmisins 1995 var haldinn í Hlíðar-
endasókn sunnudaginn 15. okt. og hófst
hann með guðsþjónustu í Hlíðarendakirkju
en fór síðan fram í félagsheimilinu
Goðalandi.
Sumarið 1995 hófst viðgerð á Hlíðar-
endakirkju en hún er timburkirkja, byggð
árið 1898 og er því undir húsfriðunar-
lögum. I þessum fyrsta áfanga var gert við
suðurhlið og austurgafl kirkjunnar, grunnur
endurbættur og grind og timburklæðning
veggja endurnýjuð að hluta og þeir klæddir
með nýju járni. Gluggar voru einnig
endurnýjaðir og færðir til upprunalegrar
gerðar. Yfirsmiður við þetta verk var
Sveinn Sigurðsson, byggingameistari í
Hvolsvelli. Viðgerð á grunni og frágang
við það verk önnuðust sóknarmenn í sjálf-
boðavinnu, en um grjóthleðslu sá Víg-
lundur Kristjánsson á Hellu.
í sóknarnefnd 1995 eru: Jón Ólafsson,
Kirkjulæk, formaður, Daði Sigurðsson,
Barkarstöðum og Guðgeir Ólason, Efri-
Þverá. Safnaðarfulltrúi er Margrét Run-
ólfsson í Fljótsdal.
-200-