Goðasteinn - 01.09.1996, Side 203
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
Starfsfólk Prentsmiðjunnar Odda við gróðursetningarstörf í Odda óirið 1995.
Oddaprestakall
Oddasókn
Hinn 1. des. 1995 taldist 751 sóknar-
barn í Oddasókn, og hafði fækkað um 25
frá árinu áður. Safnaðarstarf fór frarn með
ágætum friði á árinu svo sem sæmir kristn-
um söfnuði. Almennar guðsþjónustur í
sókninni voru 19 talsins. Barnasamkomur,
sem flestar fóru fram í húsakynnum
Grunnskólans á Hellu, voru 21. Aðrar
guðsþjónustur, þ.e. guðsþjónustur fyrir
heimilisfólk á Dvalarheimilinu Lundi voru
8. 16 börn voru borin til skírnar í Odda-
kirkju á árinu, þar af 7 búsett í sókninni, og
4 börn úr Oddasókn skírði sóknarprestur
annarsstaðar. 3 menn voru jarðsettir í Odda
á árinu. Alls fermdust 13 börn í Odda-
kirkju vorið 1995, og þar voru gefin sanran
tvenn hjón, en hvorug þeirra búsett í
Oddasókn. Af einhverjum ástæðum virðist
óvígð sambúð nú eiga miklu fylgi að fagna
meðal fólks í Oddasókn, en í árslok töldust
42 pör í sókninni í slíkri sambúð.
Kirkjukór Oddakirkju starfaði sem fyrr
undir stjórn organistans, Halldórs
Oskarssonar. Ennfremur stjórnar hann
Samkór Oddakirkju, sem starfar á héraðs-
vísu, og lagði á árinu drög að Skotlands-
ferð vorið 1996. Halldór lauk 8. stigs prófi
í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar á
árinu.
Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason,
vísiteraði Oddaprestakall í lok júlímánaðar.
Fram var haldið endurbótum og fegrun
Oddastaðar. Steyptur var kantsteinn á bíla-
stæði kirkjunnar og graseyjar lagðar eftir
því miðju. í þær var plantað birkitrjám, og
loks var bílastæðið raflýst. Þá hófust fram-
kvæmdir við byggingu bílageymslu við
prestssetrið, sem jafnframt er ætlað að
hýsa áhöld Oddakirkjugarðs. Krappi h.f. á
Hvolsvelli, sem átti lægsta tilboð í smíði
hússins, annast verkið.
Sóknarnefnd Oddasóknar var svo skip-
uð að aíloknum aðalsafnaðarfundi 1995:
Friðsemd Hafsteinsdóttir, Hellu, for-
maður.
Jakobína Erlendsdóttir, Hellu.
Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði.
Knútur Scheving, Hellu.
Einar Valmundsson, Móeiðarhvoli.
Safnaðarfulltrúi er Bragi Gunnarsson,
Hellu.
-201-